Saga - 2014, Blaðsíða 27
25
garðyrkjumaður dvaldi m.a. um tíma í Skálholti árið 1767 við að
kenna skólapiltum garðyrkju.54
Einnig var leitað sérstaklega eftir því hverjir af embættismönn-
um og sýslumönnum landsins hefðu verið með kálgarða árið 1792,
eða þar um bil, eftir því sem heimildir leyfðu. Er skemmst frá því að
segja að allir helstu háembættismenn landsins, níu talsins, voru með
kálgarð umrætt ár, þ.e. stiftamtmaður, amtmaður, biskuparnir
báðir, landfógeti, landlæknir, lyfsali og lögmennirnir báðir. Sama
má segja um sýslumennina 19, þeir voru allir með garða, nema fjór-
ir þeirra sem ekki stóðu fyrir búrekstri umrætt ár og hafa því ekki
haft tök á að vera með garða.55
Þá létu kaupmenn ekki sitt eftir liggja. Um 1760 hafði eingöngu
kaupmaðurinn í Hólmi (Reykjavík) vetursetu hér á landi og hafði
hann jafnframt umsjón með starfsemi Innréttinganna.56 Árið 1765
var svo ákveðið að kaupmennirnir á Eyrarbakka, Patreksfirði,
Bíldudal, Dýrafirði og Ísafirði skyldu einnig hafa vetursetu í land-
inu. Eftir að konungsverslunin síðari hófst 1774 fjölgaði kaupmönn-
um sem höfðu fasta búsetu í landinu mikið og árið 1777 var ákveðið
að kaupmenn skyldu framvegis búsettir á öllum höfnum landsins
allt árið.57 Þetta voru nær eingöngu danskir menn. Thodal stiftamt-
manni og Ólafi Stephensen amtmanni var falið að útvega þeim
jarðir til ábúðar og ætlast var til þess að kaupmenn og aðrir starfs-
menn verslunarinnar sýndu iðni og dugnað í jarðabótum og yrðu
almenningi í landinu þannig til fyrirmyndar.58 Ekki er hægt að segja
annað en að margir kaupmannanna hafi brugðist vel við, a.m.k.
hvað kálgarða varðar. Allir kaupmenn í Gullbringusýslu voru
viðreisn garðræktar
54 Nánar um Jón Grímsson sjá: Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu
ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“, bls. 47–48.
55 Þetta voru þeir Sigurður Pétursson Gullbringusýslu, Jón Arnórsson
Snæfellsnessýslu, Oddur H. Vídalín Barðastrandarsýslu og Ísleifur Einarsson
Húnavatnssýslu. Sjá Lbs.-Hbs. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu
ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“, bls. 87. (Tafla 10. Kálgarðar embættis-
manna 1792).
56 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787 (Reykjavík: Verzlunar ráð
Íslands 1919), bls. 227.
57 Sama heimild, bls. 322 og 331.
58 Lovsamling for Island IV, bls. 384–385. (Toldkammer-Circulaire til Stiftamtmand
Thodal og Amtmand O. Stephensen, ang. Brugsjorder for Handelens Betjente
i Island. Khavn 1/3 1777).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 25