Saga - 2014, Page 30
28
þar sem garðrækt var afgerandi mest árið 1792, er ein láglendasta
og snjóléttasta sveit landsins og ræktun hefur því verið auðveldari
þar en víða annars staðar. Garðarnir í Skaftafellssýslu hafa haldist í
rækt þrátt fyrir kuldann, eins og skýrslur ársins 1792 sýna. Norður í
Múlasýslu hefur kuldatíðin hins vegar haft þær afleiðingar að garð -
rækt var nánast ómöguleg. Veðurfarið eitt og sér hefur þó ekki haft
úrslitaáhrif nema kannski í hörðustu árunum. Fleira hefur haft áhrif.
Til þess að hefja ræktun þurfti fræ en til eru ýmsar heimildir sem
benda til þess að fræ hafi ekki alltaf borist til landsins nægilega
snemma á vorin eða í nægilega góðu ástandi.
Á ferðum sínum um Norður- og Austurland sumarið 1776 varð
Ólafur Olavius töluvert var við kvartanir um skort á fræjum. Þannig
kvörtuðu bændur í Þingeyjarsýslu yfir fræskorti og sögðu að skort-
urinn hefði mjög dregið úr löngun manna til að hefja garðrækt.62
Sama var uppi á teningnum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Þar
höfðu „nokkrir bændur byrjað á að gera kálgarða, en ekki getað sáð
í þá sakir skorts á fræi.“63 Kvartanir um bæði fræskort og léleg fræ
hjá kaupmönnum bárust til rentukammers í Kaupmannahöfn og
vorið 1781 gerði kammerið tilraun til þess að bæta landsmönn um
það upp. Hinn 24. mars það ár skrifaði kammerið öllum sýslu-
mönnum landsins bréf og sagðist hafa keypt fræ af „bestu gerð“
sem ætlað væri til dreifingar á Íslandi. Í bréfinu kemur skýrt fram
að ástæðan sé sú að undanfarin ár hafi því borist margar kvartanir
um að fræ hjá kaupmönnum hafi ekki reynst nógu góð.64 Um helm-
ingur sýslumanna, aðallega á Norður- og Austurlandi, fékk send
fræ frá kammerinu þetta ár. Meðal þeirra voru Lýður Guðmunds -
son í Skaftafellssýslu og Guðmundur Pétursson í Norður-Múla -
sýslu.65 Í skýrslu til stjórnarinnar um haustið þakkar Guðmundur
fræsendinguna í „publici navn“ en segist ekki hafa fengið fræ fyrr
en seint í júnímánuði og þau hafi því komið að litlum notum þetta
árið. Kartöfluútsæðið sem hann fékk var byrjað að rotna og var
ónýtt með öllu.66 Hins vegar er ekki annað vitað en að allt hafi verið
jóhanna þ. guðmundsdóttir
62 Ólafur Olavius, Ferðabók II, bls. 75.
63 Sama heimild, bls. 136.
64 Lovsamling for Island IV, bls. 570–571. (Toldkammer-Circulaire til Syssel -
mændene i Island, ang. aarlige Indberetninger om Have-dyrknings-Forsög.
Khavn 24/ 3 1781).
65 ÞÍ. Rtk. B9/7–18. Isl. Journ. 5, nr. 468. Frædreifingarlisti Thodals, 3/9 1781.
66 ÞÍ. Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 510. Skýrsla um hag Norður-Múlasýslu, 1/10
1781.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 28