Saga - 2014, Side 32
30
ljós.71 Jón Steingrímsson eldklerkur segist hafa kennt Skaftfellingum
að nýta fjallagrös eftir að hann fluttist að Kirkjubæjarklaustri 1778.72
Áður hafði hann verið prestur í Mýrdal (1760–1778) en var alinn
upp í Skagafirði og þaðan hefur hann áreiðanlega þekkt fjalla grösin.
Í Skaftafells sýslu var meiri hefð fyrir nýtingu hvannarróta auk þess
sem íbúarnir keyptu alltaf töluvert af sölvum frá Eyrarbakka. Fyrstu
árin eftir Skaftárelda var lítið að hafa af hvannarrótum og öðrum
grösum í sýslunni eins og gefur að skilja. Þar við bættist að bóndinn
á Eyrarbakka vildi ekki selja þeim söl nema gegn greiðslu í smjöri
og af því áttu Skaftfellingar lítið, því flestar skepnur þeirra voru
fallnar í harðindunum.73 Í ljósi þess er umhugsunarvert að strax
tveimur árum eftir lok Skaftárelda, eða 1787, var gífurlega góð þátt-
taka í garð ræktinni. Alls voru 130 garðar í rækt í sýslunni það ár,
eða á um 60% heimilanna.74 Þetta leiðir hugann að því hvort það
hafi ekki verið harðindin sjálf og erfiðleikar með almennt bjargræði
sem ýttu undir eflingu garðræktar í sýslunni. Í Meðallandinu rækt -
uðu íbúarnir eingöngu rófur, næpur og grænkál og kváðu það gjöra
„godann atvinnu stirk“ og vera „næsta ómissandi.“75 Á næstu árum
dró síðan töluvert úr garðrækt og var hlutfallið komið niður í rúm
34% árið 1792, sem var samt sem áður það hæsta í landinu það ár. Í
þessu samhengi má benda á að kartöflu- og kálrækt á Íslandi tók
ekki almennilega við sér fyrr en á árunum 1807–1814, á tímum
Napóleonsstyrjaldanna, þegar skortur varð á innfluttri mjölvöru og
öðrum nauðsynjum í landinu.76
Bág kjör og tíðir búferlaflutningar
Þátttaka í garðrækt var vel yfir meðallagi í Seltjarnarneshreppi árið
1792 en þá voru garðar á um 17% heimila í hreppnum. Sama ár var
jóhanna þ. guðmundsdóttir
71 Sbr. Skúli Magnússon, „Annar viðbætir til sveitabóndans“, bls. 158.
72 Jón Steingrímsson, Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann. 2. útg.,
Skaftfellinga rit 1. Guðbrandur Jónsson sá um útgáfuna (Reykjavík: Helgafell
1945), bls. 179.
73 ÞÍ. Stiftamt. III. 116. Landsetar á Kirkjubæjarklaustursjörðum til stiftamtmanns,
28/1 1787; Rtk. B13/10–1. Isl. Journ. 8, nr. 2375. Skýrsla um hag Vestur-
Skaftafellssýslu, 30/12 1791.
74 ÞÍ. Stiftamt. III. 116. Búnaðarskýrslur úr Vestur-Skaftafellssýslu 1787.
75 ÞÍ. Stiftamt. III. 116. Búnaðarskýrslur úr Leiðvallarhreppi 1787.
76 Þorkell Jóhannesson, Búnaðarfélag Íslands, aldarminning. Fyrra bindi, bls. 152.
Sjá einnig: Jónas Jónsson, Landbúnaðarsaga Íslands. 4. bindi, bls. 169–170.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 30