Saga - 2014, Blaðsíða 33
31
hins vegar ekki einn einasti kálgarður í rækt í Mosfellssveit.77 Þessi
mismunur er áhugaverður í ljósi þess að hrepparnir tveir eru sam-
liggjandi og aðstæður til garðræktar ættu því að vera svipaðar. Hér
getur veðurfar og frædreifing ekki hafa skipt máli. Jafnauðvelt ætti
að hafa verið fyrir Mosfellinga að verða sér úti um fræ og fyrir
nágranna þeirra Seltirninga. Leiðir þeirra til að leita sér aðstoðar um
fræðslu og verklag ættu ekki heldur að hafa verið miklu torsóttari.
Hér hefur fjöldi háttsettra embættismanna og viðhorf íbúanna til
viðreisnarstarfsins skipt meira máli.
Sé athugað betur hvaða samfélagshópar það voru sem lögðu
stund á garðrækt í Seltjarnarneshreppi kemur í ljós að embættis-
menn og annað fólk sem var betur efnum búið var áberandi í þeirri
iðju. Þannig voru allir embættismennirnir sex sem áttu heima í
hreppn um með garða, þ.e. Skúli Magnússon landfógeti, Jón Sveins -
son landlæknir, Björn Jónsson lyfsali, Gísli Thorlacius rektor latínu-
skólans, Hendrich Scheel fangelsisstjóri og Geir Vídalín prestur. Sjö
bændur á lögbýlum voru með garða, allir fremur vel efnum búnir.
Aðra sjö má telja til handverksmanna, þar á meðal var Guð mundur
Jónsson vefsmiðjustjóri Innréttinganna. Af hjáleigubændum, tómt-
hús- og húsfólki voru hlutfallslega mjög fáir með garða, eða ein-
ungis fjórir af 94 (sjá mynd 6 á næstu síðu).78 Því má fullyrða að
garðrækt í Seltjarnarneshreppi hafi fyrst og fremst verið menning
embættismanna og betri bænda, auk þess sem töluverður fjöldi
bæjar búa, einkum handverks menn, tók upp þann sið að vera með
kálgarð og fylgdi þannig fordæmi embættis mannanna. Eftir stendur
að 17 bændur og 90 hjáleigubændur, tómthús- og húsfólk var ekki
með garða, auk nokkurs hluta verslunar- og handverksmanna. Hver
er skýringin á því? Er hugsanlegt að það hafi ekki verið sérlega
skynsamlegt fyrir alla að standa í garðrækt?
Í Mosfellssveit mátti að sjálfsögðu finna mismunandi vel stæða
bændur eins og í öðrum sveitum. Engir embættismenn bjuggu í
hreppnum fyrir utan Pál Jónsson, hospitalshaldara á Gufunesi, og
séra Jón Hannesson á Mosfelli. Íbúar Mosfellssveitar voru þannig
fyrst og fremst venjulegir bændur og aðstæður töluvert aðrar þar en
viðreisn garðræktar
77 ÞÍ. Rtk. B13/8–6. Isl. Journ. 9, nr. 480. Hagskýrslur úr Gullbringu- og Kjósar -
sýslum 1792.
78 Sjá einnig Lbs-Hbs. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að
byrja á að bæta smekk sinn?“, bls. 89–91. Þar er upptalning á öllum heimilum
í Seltjarnarneshreppi árið 1792 ásamt stöðu ábúenda og kálgörðum í rækt.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 31