Saga - 2014, Blaðsíða 36
34
hann vestur í Borgarfjörð.82 Ekki er vitað hvort hann hafi gert sér kál-
garða þar, en eins og dæmið sýnir voru búferlaflutningar leiguliða
mjög tíðir, ekki síst þeirra sem bjuggu á kostarýrum jörðum og hjá-
leigum. Leiguliðar höfðu litla tryggingu fyrir áframhaldandi búsetu
á ábýlisjörðum sínum, oft ekki nema eitt ár í senn, og fengu ekki
umbun fyrir jarðabætur. Talið er að þessi óvissa og tíðu bú ferla -
flutningar leiguliða hafi staðið öllum jarðabótum í landinu fyrir þrif-
um.83 Garðræktin hefur ekki verið nein undantekning frá því.
Álíka sjónarmið mátti heyra víðar á landinu. Líklega kemur það
skýrast fram hjá séra Jóni Jónssyni á Grund í Eyjafirði. Nicolai Mohr,
danskur náttúruvísindamaður sem ferðaðist um landið á árunum
1780–1781, kom við hjá séra Jóni vorið 1781. Húsin voru í góðu
standi, túnið óvenjuslétt og laust við þúfur. Jón var sagður hafa
góða þekkingu í „lækniskúnstinni“ og því vænti Mohr þess að sjá
hjá honum myndar legan kálgarð. Aðspurður svaraði Jón því til að
hann vildi gjarnan vera með garð, jarðvegur og aðrar aðstæður til
þess væru heppilegar. Hann hafði verið með garð þar sem hann bjó
áður og gefist ágætlega. Ástæðan fyrir því að hann var ekki með
garð núna var að hann átti ekki jörðina sem hann bjó á heldur var
hann leiguliði og var ekki viss um hvað hann fengi að búa lengi á
jörðinni. Þess vegna vildi hann ekki gera sér kálgarð.84
Að bæta smekk sinn
Eftir að Ólafur Olavius hafði ferðast um landið í lok áttunda ára-
tugarins og kynnt sér stöðu garðræktar varð honum að orði:
Og til hvers er líka að gera kálgarða, þegar sárafáir kunna að sá eða
planta? Og til hvers eiga menn að sá og uppskera, meðan þorri fólks
fæst ekki til að neyta garðávaxta? Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að
bæta smekk sinn?85
jóhanna þ. guðmundsdóttir
82 Hrefna Róbertsdóttir, Landsins Forbetran, bls. 69–71 og 74.
83 Guðmundur Jónsson, „Institutional Change in Icelandic Agriculture, 1780–
1940“, Scandinavian Economic History Review XLI: 2 (1993), bls. 109–112; Hrefna
Róbertsdóttir, Landsins Forbetran, bls. 72. Sjá einnig Christina Folke Ax, De ure-
gerlige. Den islandske almue og övrighedens reformforsög 1700–1870, bls.
123–124; Loftur Guttormsson, „Staðfesti í flökkusamfélagi? Ábúðarhættir í
Reykholtsprestakalli á 18. öld“, Skírnir 163 (vor 1989), bls. 9–40.
84 Nicolai Mohr, Forsøg til en Islandsk Naturhistorie med adskillige oekonomiske samt
andre Anmærkninger (Kaupmannahöfn: 1786), bls. 367–368.
85 Ólafur Olavius, Ferðabók I, bls. 283.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 34