Saga - 2014, Page 38
36
búskap og hvatti sóknarbændur sína til að gera slíkt hið sama, en
bændurnir voru mjög tregir til. Vandann taldi hann liggja hjá vinnu-
fólkinu. Hjúin vildu ekki „þeckia kál fyrir mat, [frekar] enn fódur-
gras í túne“ og kallaði það „óæti.“89
Á ferðum sínum um landið varð Ólafur Olavius þess líka var að
fólk væri tregt til að neyta matjurtanna. „Í augum almennings er það
talin ósvinna eða afkáraskapur að eta gras og vatn saman eins og
skepnurnar.“ Hann taldi að ef takast ætti „að fá vinnufólk til að eta
kálmeti“ yrði að sjóða það „í mjólk eða mjólk og vatni, en ekki í tómu
vatni, og mætti þá spara kjötið.“90 Eins og sjá má af orðum Ólafs hér
gerir hann ráð fyrir að kálmetið komi að einhverju leyti í stað kjöts. Í
Kirkjubæjarsókn í Norður-Múlasýslu frétti Ólafur af þremur bænd-
um sem höfðu reynt að rækta dálítið af grænkáli, „en hætt við það,
af því að vinnufólkinu gazt illa að því til matar.“91 Á prestssetrinu í
Berufirði voru jurtirnar soðnar í mjólk í stað vatns, „og létu menn
lítið eitt af mjöli með kálblöðunum til þess að jafna grautinn.“
Vinnufólkið var þá sæmilega ánægt með grautinn.92 Þannig gat kál-
grautur komið að töluverðu leyti í stað hefðbundins mjölgrautar.
Í bréfi til Christians Martfelts, ritara danska Landbúnaðar -
félagsins, frá því í apríl 1782 segir Hannes Finnsson biskup erfið -
leika við að fá vinnufólk á Íslandi til að neyta grænmetis vera eina
helstu ástæðu þess hve illa gangi með garðrækt í landinu. Hann seg-
ist hafa gefið sínu fólki kál með „feitu sauðakjöti“ en bændur á
Íslandi þori samt almennt ekki að bjóða vinnufólki sínu annan mat
en þann sem það er vant og sem því líki við, „her i Island tör en hus-
bond icke sette anden mad for en karl eller tienestepige end de selv
lyster.“93 Mikill skortur var á vinnufólki í landinu og bændurnir
voru hræddir um að missa það úr þjónustu sinni. Vegna skorts á
kjöti eftir fjárpestina (1761–1779) segist Hannes einnig hafa prófað
að nota kálið út á skyr. Það hafi þó ekki gefið góða raun. Fólkið
„raabte derimod“ og eftir á lét hann sem honum hafi ekki verið
alvara með að gefa fólkinu þetta. Síðan bannaði hann að grænmeti
yrði borið fyrir sitt vinnufólk framar en lét útbúa skyr með káli
jóhanna þ. guðmundsdóttir
89 ÞÍ. Rtk. D3/6–23. Lit. Gg nr. 3. Greinargerð séra Jóns Hannessonar í Marteins -
tungu til Landsnefnd arinnar fyrri, 11/5 1771.
90 Ólafur Olavius, Ferðabók II, bls. 14.
91 Sama heimild, bls. 135.
92 Sama heimild, bls. 136–137.
93 ÞÍ. Rtk. B27/44–13. Ýmis óbókfærð bréf, ágrip og uppköst. Bréf Hannesar
Finnssonar til Chr. Martfelts ritara danska Land búnaðarfélagsins, 20/4 1782.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 36