Saga - 2014, Page 39
37
handa sjálfum sér og borðaði oft. Í kjölfarið hafi þjónustu fólkið orðið
forvitið og viljað fá að smakka og þannig komist smám saman á
bragðið.94 Magnús Ketilsson sýslumaður Dalasýslu hafði líka orðið
var við að bændur hefðu enga löngun til að neyta káls. Auk þess
gátu þeir vænst þess að missa vinnufólk sitt úr vistinni ef þeir buðu
því upp á kál. Fólk leit nefnilega svo á að „græs var en föde for hes-
ter men icke for mennisker.“95
Eins og sjá má af ofangreindum dæmum var það helst vinnu-
fólkið sem hafnaði kálmetinu og hefur getað gert það í krafti þess að
skortur var á vinnufólki í landinu. Með grænmetinu gátu bændurnir
sparað sér bæði mjöl og fjallagrös og einnig eru dæmi um að það
hafi verið notað til þess að draga úr kjötskammtinum í súpunni.
Þannig var grænmetið engin viðbót við hefðbundið fæði heldur
látið komið í stað þess. Því gat vinnufólkið mótmælt, ekki bara af
því að því líkaði ekki grænmetið eða vildi ekki borða sams konar
fæði og skepnurnar. Fæðið var hluti af launum vinnufólksins.
Venjan var að borða þrímælt yfir daginn, skyr eða graut kvölds og
morgna en fisk eða kjöt yfir miðjan daginn.96 Í landinu gildu
ákveðn ar reglur um lágmarksskammt vinnufólks. Karlmaður átti að
fá að lágmarki hálfan fjórðung fiska á viku og hálfa mörk smjörs á
dag, auk spónamatar, en skammtur vinnukvenna var u.þ.b. helm-
ingi minni.97 Þannig má alveg hugsa sér að vinnufólkið hafi litið á
það sem kauplækkun ef því var boðinn kálgrautur með smjöri og
dálitlu kjöti í, í stað almennilegs kjötbita eða harðfisks og smjörs.
Vinnufólkið gerði kröfu um að fá staðgóðan mat og kálmetið var
ekki staðgóður matur að þess dómi.98
viðreisn garðræktar
94 Sama heimild.
95 ÞÍ. Rtk. D3/4–1. Lit. BB. Álitsgerð frá Magnúsi Ketilssyni til Landsnefndar -
innar fyrri, 31/5 1771.
96 Sbr. Þórarinn S. Liliendahl, „Um algengustu fæðu bænda og vinnufólks á
Íslandi.“ Prentað í Sveinbjörn Rafnsson, „Um mataræði Íslendinga á 18. öld“,
Saga XXI (1983), bls. 83–87.
97 Alþingisbækur Íslands X. 1711–1720. Gunnar Sveinsson sá um útgáfu (Reykjavík:
Sögufélag 1977), bls. 562–564. (Uppkast lögmanna og sýslumanna að lögreglu -
tilskipun fyrir Ísland. Öxará 13/7 1720). Ein mörk = 217 g. Hálfur fjórðungur
fiska gerir u.þ.b. 2,2 kg og hálf mörk smjörs 109 g.
98 Sbr. Landsnefndin 1770–1771 II. Bréf frá nefndinni og svör sýslumanna. Sögurit
XXIX. Bergsteinn Jónsson sá um útgáfu (Reykjavík: Sögufélag 1961), bls. 56.
(Skýrsla Guðmundar Runólfssonar sýslumanns í Kjósar- og Gullbringusýslu
til Landsnefndarinnar, 12/6 1771).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 37