Saga - 2014, Síða 40
38
Annað þarf að hafa í huga varðandi neyslu grænmetis og það er
matreiðsla þess. Svo virðist sem ekki hafi verið hugað að því að
leiðbeina fólki um matreiðslu grænmetisins, a.m.k. ekki með sama
hætti og við ræktun þess. Í Ferðabókinni metur Eggert Ólafsson það
svo að matjurtaræktin verði „aldrei til almennra nota, fyrr en alþýða
manna, og einkum þó konurnar, sem við matreiðsluna fást, sann-
færast um gildi hennar.“99 Í þeim leiðbeiningaritum um garðrækt
sem dreift var til alþýðu á Íslandi var fyrst og fremst lögð áhersla á
hvernig útbúa eigi garða, sá og hirða um plönturnar en minna
fjallað um hvernig þær nýtist í matargerð.100 Eggert hefur þó tvo
stutta kafla í Maturtabók sinni sem fjalla beinlínis um matartilbúning
úr garðávöxtum.101 Lesendahópur Eggerts miðaðist þó frekar við
karlmenn og í upphafi kaflans byrjar hann eiginlega á því að afsaka
sig að skrifa um slík kvennamál. „Kann vera laundum vorum þyke
lítil-fjörlegt fyre karlmenn at skipta sier af búr-syslan, ellegar at vita
forsögn á mat væla tilreidslu, enn adrar þiódir líta ei so á þat
efne.“102
Árið 1783 birtist grein í ritum Hins íslenska lærdómslistafélags,
„Um matar- tilbúníng af miólk, fiski og kiöti á Islandi“ eftir Skag -
firðinginn Ólaf Ólafsson (ekki Olavius), lektor í námuskólanum í
Kóngsbergi, Noregi. Uppskriftirnar í greininni eru margar að er -
lendri fyrirmynd en lagaðar að íslenskum aðstæðum og augljóslega
ætlaðar bæði heldra fólki og alþýðu. Hér má t.d. finna tvenns kon-
ar uppskriftir að kjötsúpu. Annars vegar súpu með kjötbollum,
„sem er fyrirfólks matr, edr veitslu-kostr, en ecki almúga.“103 Í hana
var bætt grjónum, hveitimjöli, piparrót, jarðeplum og næpum. Hins
vegar súpu fyrir almenning sem var með stærri kjötstykkjum, gul-
um rótum, næpum og jarðeplum.104 Þessi fyrirtaks réttur, sem síðar
hefur hlotið heitið „íslensk kjötsúpa,“ var þannig ekki kynntur sér-
staklega fyrir Íslendingum fyrr en árið 1792, tæpum fjórum áratug-
um eftir að byrjað var að hvetja skipulega til garðræktar. Fyrsta rétt-
jóhanna þ. guðmundsdóttir
99 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 1. b., bls. 92.
100 Sjá t.d. Ólafur Ólafsson Olavius, Islendsk Urtagarðs Bok; Eggert Ólafsson, Stutt
agrip ur LACHAN OLOGIA eda Mat-urta-Bok.
101 Eggert Ólafsson, Stutt agrip ur LACHANOLOGIA eda Mat-urta-Bok, bls. 76–84.
102 Sama heimild, bls. 76.
103 Ólafur Ólafsson, „Um matar-tilbúning af miólk, fiski og kiöti á Islandi“, Rit
þess konunglega íslenzka Lærdómslistafélags 12. árg. 1791, bls. 173–215, hér bls.
194.
104 Sama heimild, bls. 196–197.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 38