Saga - 2014, Qupperneq 46
44
lands í danska ríkinu eða hvernig nýlenduhugtakið hentar í rann-
sóknum á sögu Íslands, þótt stundum sé einfaldlega gengið út frá
því að Ísland hafi verið viðfang danskrar nýlendustefnu eða hluti
dansks nýlenduveldis.6 En var Ísland í raun nýlenda á 19. öld? Og
ef Ísland verður ekki flokkað sem dönsk nýlenda, samkvæmt þeim
skilningi sem lagður er í það hugtak nú, þýðir það að sjónarhorn
eftir lendufræðanna eigi ekki við í rannsóknum á íslenskri sögu? Hér
er tekist á við þessar tvær spurningar með því að skoða annars
vegar umræður á 19. öld um stöðu Íslands í danska ríkinu og hins
vegar viðhorf til Íslands og Íslendinga eins og þau birtast í skrifum
tveggja erlendra ferðamanna sem sóttu landið heim um og eftir
miðja 19. öld.
Sambandsland, ríkishluti, hjálenda, nýlenda?
Árið 1855 kom út í Kaupmannahöfn stuttur bæklingur um ríkisrétt-
arlega stöðu Íslands, Om Islands hidtilværende statsretlige Stilling.7
Höfundurinn var einn virtasti lögfræðingur Dana um þær mundir,
Johannes Ephraim Larsen, lagaprófessor og rektor Kaupmanna -
hafnarháskóla.8 Tilefni skrifanna var 47 ára afmæli Friðriks konungs
VII. hinn 6. október sama ár, en Larsen skrifaði bæklinginn í krafti
rektorsembættisins. Þar reyndi hann að greiða úr þeirri pólitísku
flækju sem myndast hafði eftir lok þjóðfundar í Reykjavík sumarið
1851 þegar þjóðkjörnir fulltrúar Íslendinga, undir forystu Jóns
Sigurðssonar, mótmæltu nær allir því að dönsk stjórnarskrá yrði
innleidd á Íslandi. Með skrifum sínum vildi Larsen svara háværum
kröfum Íslendinga um aukna sjálfstjórn innan konungsríkisins, sem
guðmundur hálfdanarson
6 Sbr. Gísli Pálsson, The Textual Life of Savants. Ethnography, Iceland, and the
Linguistic Turn (Chur: Harwood Academic Publishers 1995), bls. 12–13 og víðar.
7 J. E. Larsen, Om Islands hidtilværende statsretlige Stilling. Indbydelsesskrift til
Kjøbenhavns Universitets Fest i Anledning af Hans Majestæt Kongens Fødselsdag den
6te October 1855 (Kaupmannahöfn: Schultziske Officin 1855). Bæklingurinn kom
út árið eftir í íslenskri þýðingu Sveins Skúlasonar með titlinum Um stöðu Íslands
í ríkinu að lögum eins og hún hefur verið hingað til (Kaupmannahöfn: Louis Klein
1856). Hér verður sú þýðing notuð í beinum tilvitnunum í ritið; um bæklinginn
og viðbrögð við honum, sjá Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga II
(Reykja vík: Mál og menning 2003), bls. 125–130.
8 H. Matzen, „Larsen, Johannes Ephraim“, Dansk biografisk Lexikon X. Ritstj.
C. F. Bricka (Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandels Forlag 1896), bls.
79–87.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 44