Saga - 2014, Side 47
45
honum þóttu greinilega hvorki skynsamlegar né á traustum laga-
legum grunni reistar. Í inngangi bæklingsins sagðist Larsen unna
„Íslandi og innbúum þess“ og einmitt þess vegna væri honum mjög
í mun að leiðrétta það sem honum sýndust alrangar meiningar
Íslendinga í stjórnarmálefnum sínum, ekki síst eins og þær höfðu
birst í nefndaráliti íslenska meirihlutans á þjóðfundi.9
Kjarninn í röksemdafærslu Larsens var sá að staðsetning Íslands
innan ríkisins hafi verið mörkuð þegar við inngöngu þess í veldi
Noregskonungs á 13. öld. „Það virðist að álíta mætti Ísland,“ segir í
fremur stirðbusalegri þýðingu Sveins Skúlasonar ritstjóra á danska
textanum, „eptir að sambandið var gjört, land, er heyrði Noregsríki
til og væri lagt undir það, sem að vísu hefði áskilið sjer, viss sjerstök
rjettindi, en sem þó mætti álíta eins og skattland í hinu heila
Noregsríki.“ Með þessu átti Larsen við að þótt Ísland hafi í upphafi
haft ákveðin landsréttindi, þá hafi það í raun verið selt undir sama
yfirvald og aðrir hlutar ríkisins og hefði því sömu lagalegu stöðu og
þeir. Var þetta í fullu samræmi við það sem almennt gerðist á
miðöldum, skrifar hann, þegar lönd „gáfu sig undir, eða voru lögð
undir ríki, er áður var stofnað“. Þá áskildu konungar sér jafnan „auk
hins æðsta stjórnvalds, skatta og aðra hagsmuni, en ljet landið halda
meira eða minna frelsi í innanlands stjórn þess“.10 Ef marka má
Larsen, þá fylgdi þróunin á sambandi Íslands og konungsríkisins
— fyrst hins norska og síðar hins danska — sömu reglum og giltu
um yfirráð konungs yfir öðrum hlutum ríkisins. Ísland hafði
þannig, rétt eins og þeir, smám saman glatað sérréttindum sínum
og landið verið bundið æ sterkari böndum við alríkið. Samþykkis
íslenskra höfðingja var vissulega leitað áfram í ýmsum málum, en
það var þó aðeins gert til málamynda, segir Larsen. Frá einveldis-
hyllingu árið 1662 voru slíkir málamyndagerningar líka úr sögunni,
ef marka má orð hans, og var Ísland eftir það „öldungis reglulega
lagt undir sama stjórnvald sem Danmörk og Noregur, og viður-
kennt sem ósundurskillegur hluti hins danska og norska konungs-
veldis“.11
Sú þróun sem Larsen lýsir er hliðstæð því sem átti sér stað í
mörgum evrópskum ríkjum á árnýöld, er þau breyttust smám sam-
var ísland nýlenda?
9 J. E. Larsen, Um stöðu Íslands í ríkinu, bls. 4.
10 Sama heimild, bls. 14. Skattland er þýðing á danska orðinu „Provinds“, sbr.
Larsen, Om Islands hidtilværende statsretlige Stilling, bls. 14.
11 Sama heimild, bls. 36.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 45