Saga - 2014, Side 48
46
an úr samsettum konungsríkjum í nútíma þjóðríki.12 Megineinkenni
þeirrar þróunar var sívaxandi einsleitni innan konungsríkjanna, þar
sem stefnt var að því að ríkishlutar, sem áður höfðu lotið sínum
eigin lögum og stjórn, mynduðu eina samstæða heild innan sama
valdakerfis og að íbúar sama ríkis væru undir sömu lög settir og
hefðu sömu réttindi hvar á landi sem þeir bjuggu.13 Undir lok þessa
ferlis var Ísland í reynd orðið hluti Danmerkur, hélt Larsen fram, og
vísaði hann til tilskipunar um dönsku stéttaþingin frá árinu 1831
máli sínu til stuðnings.14 „Hið sanna er,“ skrifar hann, „að tilskip-
unin 28. maí 1831 skoðar Ísland og fer með það eins og einn hluta
„Danmerkur““, og þar með taldi hann málið útrætt af sinni hálfu.15
Það er athyglisvert við þessi ummæli að Larsen setur nafn kon-
ungsríkisins „Danmerkur“ innan gæsalappa og gefur þar með sterk-
lega í skyn að ríkismynduninni hafi í raun ekki verið endanlega
lokið árið 1831; það hafi ekki gerst fyrr en með júnístjórnarskránni
árið 1849 og afnámi einveldis. Við samþykkt hennar hurfu tilvitn-
unarmerkin loksins af heiti ríkisins og „Danmörk“ umbreyttist ein-
faldlega í Danmörku.
Ekki leið á löngu uns leiðtogi íslenskrar þjóðernishreyfingar, Jón
Sigurðsson, svaraði fyrir sig og sína með útgáfu öllu lengri bæklings
um sögu íslenskra landsréttinda og stöðu landsins í ríkinu.16 Yfirlýst
guðmundur hálfdanarson
12 Harald Gustafsson, „The Conglomerate State: A Perspective on State
Formation in Early Modern Europe“, Scandinavian Journal of History 23 (1998),
bls. 189–213; Anna Agnarsdóttir, „The Danish Empire: The Special Case of
Iceland“, Europe and its Empires. Ritstj. Mary N. Harris og Csaba Lévai (Pisa:
Edizioni Plus — Pisa University Press 2008), bls. 59–84.
13 Sbr. Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism. Den regionala förvaltningen på Island
1770–1870 (Gautaborg: Göteborg universitet 2003).
14 „Anordning ang. Provindsial-Stænders Indförelse i Danmark“. 28. maí 1831.
Lovsamling for Island IX. Ritstj. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (Kaup -
mannahöfn: Andr. Fred. Höst 1860), bls. 706–712.
15 J.E. Larsen, Um stöðu Íslands í ríkinu, 38. Í Nýjum félagsritum árið 1851 er afstöðu
annars dansks ráðamanns, A. S. Ørsteds, til stöðu Íslands í ríkinu lýst þannig að
þótt Ísland teldist um stundarsakir ekki hluti „Danmarks Rige“, vegna þeirr-
ar ákvörðunar Friðriks VII. að fella Ísland ekki undir stjórnarskrána, þá væri
„Ísland í raun réttri partur af Danmörku“ („Um kosníngarlög Fær eyínga“, Ný
félagsrit 11 (1851), bls. 39). Þetta má því kalla hina opinberu stefnu danskra
alríkissinna í Íslandsmálum.
16 Jón Sigurðsson, Om Islands statsretlige Forhold. Nogle Bemærkninger i Anledning af
Etatsraad, Professor J. E. Larsens Skrift „Om Islands hidtilværende statsretlige
Stilling“ (Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandling 1855). Hér er notuð
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 46