Saga - 2014, Qupperneq 49
47
markmið Jóns var að hrekja það sem honum sýndist misheppnuð
tilraun prófessorsins til að sanna að Ísland væri „fyrir laungu orðið
innlima konúngsríkinu (eða ríkishlutanum) Danmörku, og [gæti]
því ekki að lögum átt hið minnsta tilkall til sérstaklegra landsrétt-
inda“.17 Jón varð að viðurkenna að formleg staða Íslands í kon-
ungsríkinu hefði löngum verið óljós, því að hugtök sem stjórnin
notaði um Ísland í hinum ýmsu skjölum og gögnum voru mjög á
reiki. Í konunglegum tilskipunum, jafnvel frá sama árinu, var landið
— ásamt Grænlandi og Færeyjum — þannig ýmist kallað „ríkis-
hluti“ (d. Provinds), „hjálenda“ (d. Biland), eða „nýlenda“ (d. Colonie).18
Í löngu og heldur flóknu máli reyndi Jón að sýna fram á að allir
þessir merkimiðar væru í raun á misskilningi byggðir, a.m.k. hvað
Ísland varðaði, því að Íslendingar hefðu sjálfviljugir tekið upp sam-
band sitt við Noreg á grundvelli frjáls samnings, Gamla sáttmála, og
hefðu því — ólíkt hinum Atlantshafseyjunum — gengið til sam-
starfs við Noregskonung sem „frjálst sambandsland jafnt Noregi“,
eins og hann orðaði það.19 Ísland gekkst því upphaflega undir pers-
ónulega stjórn Noregskonungs, fullyrti Jón, án nokkurra sérstakra
tengsla við aðra hluta konungdæmisins en þá sem sneru að hinum
sameiginlega konungi. Þar sem samningnum við konung hafði
aldrei verið sagt upp var hann að mati Jóns enn í fullu gildi eftir nær
sex alda norska og danska stjórn á Íslandi. Af þessum sökum væri
dönsk stjórnarskrá, sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar höfnuðu svo
eftirminnilega á þjóðfundi, Íslendingum algerlega óviðkomandi.20
Líta má á þetta sem ráðandi stefnu Íslendinga í sambandsmálinu við
Dani allt til loka sjálfstæðisbaráttunnar, en samkvæmt henni var
Ísland hvorki nýlenda né hjálenda heldur sérstakt sambandsland í
persónulegu sambandi við Danakonung — eða, eins og Bjørnstjerne
Bjørnson orðaði það: Ísland var „lýðstjórnarríki (Republik), sem
var ísland nýlenda?
íslensk þýðing ritsins, „Um landsréttindi Íslands, nokkrar athugasemdir við rit
J. E. Larsens „um stöðu Íslands í ríkinu að lögum, eins og hún hefir verið
híngað til““, Ný félagsrit 16 (1856), bls. 1–110.
17 Jón Sigurðsson, „Um landsréttindi Íslands“, bls. 2. Hugtakið „ríkishluti“ er
þýðing Jóns á danska orðinu „Provinds“ í upprunalega textanum og „sérstök
landsréttindi“ eru „særegen provindsiel Selvstændighed“ á dönskunni, sbr.
Jón Sigurðsson, Om Islands statsretlige Forhold, bls. 3.
18 Jón Sigurðsson, „Um landsréttindi Íslands“, bls. 81–82; sbr. Jón Sigurðsson, Om
Islands statsretlige Forhold, bls. 77–80.
19 Jón Sigurðsson, „Um landsréttindi Íslands“, bls. 9.
20 Sbr. Jón Sigurðsson, „Stjórnarskrá Íslands“, Andvari 1 (1874), bls. 34–36.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 47