Saga - 2014, Síða 51
49
stæða ríkiseiningu, og því formlega séð fullgildan samningsaðila
gagnvart Danmörku. Þessi niðurstaða hans tengdist þeirri vissu að
Íslendingar væru sérstök þjóð, ólík Dönum, og þess vegna færi best
á því að þeir stjórnuðu sér sjálfir.24
Það er allsendis óljóst af málflutningi Jóns Sigurðssonar og fylgis-
manna hans hvernig þeir sáu fyrir sér að jafn fámenn og fátæk þjóð
og Íslendingar voru um og eftir miðja 19. öld gæti rekið sín mál upp
á eigin spýtur eða hvort Ísland myndi nokkurn tíma geta skorið á
sambandið við Danmörku. Fullur einhugur ríkti þó um að hafna
hugmyndum Larsens um innlimun Íslands í hina nýju Danmörku.
Frá innleiðingu dönsku stjórnarskrárinnar árið 1849, skrifar Jón í
grein um stjórnarmál og fjárhagsmál Íslands sem hann birti í Nýjum
félagsritum árið 1863,
er alþíng alveg svipt því atkvæði, sem það með réttu á í allsherjarmál-
um ríkisins og allsherjarþíngi, og þó er þetta þíng (ríkisráðið) látið eigi
að síður veita útlendum mönnum landsrétt á Íslandi, svosem á hjá-
lendu konúngsríkisins og Slésvíkur, þar sem vér vitum þó ekki til, að
þessi lönd hafi í neinu meiri lagarétt til umráða yfir oss, en vér yfir
þeim.25
Í þessum orðum birtist sú sannfæring Jóns Sigurðssonar að Ísland
væri alls engin hjálenda Danmerkur, heldur væri landið jafngilt
bæði Danmörku og hertogadæminu Slésvík í samsettu konungsríki.
Það er því ekki rétt að túlka málflutning Jóns þannig, eins og sést
hefur í nýlegum greinum sem ræða meinta nýlendustöðu Íslands,
að hann hafi tekið hugtakið „hjálenda“ (biland) fram yfir nýlendu-
hugtakið í skrifum sínum um stjórnarmálefni Íslands, eða að hann
hafi notað það sem „meðvitað kænskubragð í baráttunni fyrir sjálf -
stæði“.26 Staðreyndin er sú að Jón Sigurðsson hafði jafnmikinn
var ísland nýlenda?
24 Sbr. Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 90, og
Konrad Maurer, „Um landsréttindi Íslands“, Ný félagsrit 17 (1857), bls. 58–78.
25 Jón Sigurðsson, „Stjórnarmál og fjárhagsmál Íslands“, Ný félagsrit 23 (1863), bls.
1–73 (tilvitnun á bls. 2–3).
26 Íris Ellenberger, „Somewhere Between “Self” and “Other”. Colonialism in Ice -
landic Historical Research“, Nordic Perspectives on Encountering Foreignness. Ritstj.
Anne Folke Henningsen, Leila Koivunen, og Taina Syrjämaa (Turku: Háskólinn í
Turku 2009), bls. 99–114, einkum bls. 100; Gavin Lucas og Angelos Parigoris,
„Icelandic Archaeology and the Ambiguities of Colonialism“, Scandinavian
Colonialism and the Rise of Modernity: Small Time Agents in a Global Arena. Ritstj. M.
Naum og J.M. Nordin (New York: Springer 2013), bls. 89–104 (tilvitnun á bls. 91).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 49