Saga - 2014, Blaðsíða 52
50
ímugust á báðum orðunum, því að hann túlkaði hjálenduhugtakið
sem síðari tíma tilbúning, fundið upp í viðleitni danskra stjórnvalda
til að slengja saman annexíunum Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í
einn hóp. Með því vildu Danir, fullyrti Jón, neita Íslandi um það
jafnrétti sem hann taldi að landinu bæri og það ætti allan lagalegan
rétt til í sambandinu við Danmörku.27
Hvað voru nýlendur?
Að hluta til stafar óvissan um meinta nýlendustöðu Íslands af því
að nýlenduhugtakið sjálft er margrætt og merking þess verður
aldrei skýrt skilgreind. Þetta sést vel af fyrirlestri sem Grímur
Thomsen, þá nýlega útskrifaður meistari í bókmenntum frá Kaup -
mannahafnarháskóla, hélt í janúar 1846 í Skandinavíska félaginu
(Det Skandinaviske Selskab) í Kaupmannahöfn um stöðu Íslands
gagnvart öðrum ríkjum Norðurlanda.28 Meðal áheyrenda voru
ýmsir framámenn í dönskum stjórnmálum á þessum árum og gerðu
þeir — að sögn dagblaða af fundinum — góðan róm að máli
Gríms.29 Í fyrirlestrinum fór Grímur lauslega yfir sögu Íslands, og
þá sérstaklega sögu tengslanna við Noreg og Danmörku. Í þjóðern-
isrómantískum anda lofaði hann afrek Íslendinga á fyrri tíð og full-
yrti að norræn miðaldamenning hefði náð hvað hæstum hæðum á
Íslandi. Íslendingar skópu „ekki einungis sjálfir … fornnorrænar
bókmenntir, sem eru réttnefndar íslenzkar,“ sagði Grímur m.a.,
„heldur lögðu þeir einnig mest til rannsókna þeirra, gæzlu og
útbreiðslu“.30 Að gullöldinni lokinni tók heldur að halla undan fæti
í bókmenntasköpun landsmanna og lagðist þar allt á eitt: „Glötun
stjórnmálafrelsis, miklar drepsóttir … ásamt ofurvaldi klerkastjórn-
guðmundur hálfdanarson
27 Jón Sigurðsson, „Um landsréttindi Íslands“, bls. 82n; sjá einnig umfjöllun um
þessi hugtök í: „Um rjettindi Íslands“, Norðanfari 28. janúar 1871, bls. 5–6; 4.
apríl 1871, bls. 35–36.
28 Grímur Thomsen, Om Islands Stilling i det øvrige Skandinavien (Kaupmanna -
höfn: C.A. Reitzel 1846); þýðing Andrésar Björnssonar er notuð í beinum til-
vitnunum; sjá Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun. Ritstj.
Andrés Björnsson (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975), bls. 17–49.
29 Þetta kom fram í frétt sem birtist í Nyt Aftenblad 10. janúar 1846 (sbr. Andrés
Björnsson, „Formáli“. Í Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun,
bls. 5–16, einkum bls. 10.
30 Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir, bls. 38.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 50