Saga - 2014, Qupperneq 53
51
ar“, en allt þetta „bældi þjóðarandann“. Hér var, að hans mati, eink-
um við stjórn Dana að sakast, því að, svo notuð sé þýðing Andrésar
Björnssonar: „Danir litu á Íslendinga sem útlendinga eða að minnsta
kosti nýlenduþjóð, einkum í upphafi sambandsins“.31
Það er vissulega freistandi að lesa þessi ummæli sem gagnrýni
Gríms á danska nýlendustjórn á Íslandi, enda virðist sú meining
liggja í orðanna hljóðan.32 Vandinn við þá túlkun er þó sá að Grímur
skilur orðið nýlenda (d. Koloni) á talsvert annan máta en við gerum
almennt nú. Þetta kemur skýrt fram framar í textanum þegar hann
segir að Ísland hafi í árdaga verið frjáls nýlenda „hinna sameinuðu
gömlu Norðurlanda, — frjáls, því að það var ekki hertekið land, —
nýlenda, því að fyrstu íbúarnir voru nýbyggjar“. Ísland var því ekki,
að hans mati, dönsk nýlenda, heldur var það í upphafi nýtt land —
ný lenda — norrænna manna, og þá í senn danskra, norskra og
sænskra.33 Samkvæmt þessari merkingu var Ísland nýlenda á
svipaðan hátt og nýlendurnar 13 í Norður-Ameríku sem stofnuðu
Bandaríki Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar.34 Staða þessara
nýlendna var aftur á móti allsendis ólík því sem tíðkaðist með þær
nýlendur sem evrópsk stórveldi bitust um á 19. öld. Merkingarskrið
orðsins í íslensku máli fór eftir hliðstæðum brautum og alþjóðlega
hugtaksins colony/colonia/colonie/Kolonie, þótt málfræðilegar rætur
þeirra séu ekki hinar sömu. Stofn alþjóðlega hugtaksins er latneska
orðið „colonia“, sem aftur var dregið var af orðinu „colonus“ — þ.e.
bóndi, sá sem yrkir jörðina eða landnemi.35 Á klassískum tíma var
það helst notað um nýlendur Grikkja í kringum Miðjarðarhaf, og
það er einmitt í því samhengi sem Grímur Thomsen talar um Ísland
var ísland nýlenda?
31 Sama rit, bls. 30–31; í frumtextanum segir: „de Danske … betragtede Islænd -
erne som Fremmede eller ialfald som Kolonister“; Grímur Thomsen, Om
Islands Stilling, bls. 16.
32 Sbr. Kristján Jóhann Jónsson, Heimsborgari og þjóðskáld, bls. 195 og víðar.
33 Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir, bls. 21.
34 Þetta samsvarar eftirfarandi skýringu Oxford-orðabókarinnar á enska orðinu
„colony“: „A settlement in a new country; a body of people who settle in a new
locality, forming a community subject to or connected with their parent state;
the community so formed, consisting of the original settlers and their desc-
endants and successors, as long as the connexion with the parent state is kept
up.“ The Oxford English Dictionary II (Oxford: Clarendon Press 1933), bls. 634.
35 Jonathan Hart, Empires and Colonies (Cambridge: Polity Press 2008), bls. 10;
Carlton T. Lewis og Charles Short, A Latin Dictionary (Oxford: Clarendon Press
1879), bls. 370.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 51