Saga - 2014, Qupperneq 55
53
iðnbyltingu og iðnvæðingu evrópskrar hernaðartækni á síðari hluta
18. aldar og á 19. öld. Þá hófst það sem kallað hefur verið nýlendu-
kapphlaup, eða „nýja heimsvaldastefnan“, þar sem evrópsk stór-
veldi skiptu á milli sín stórum hlutum heimsins — einkum í Afríku
og Asíu.40 Þetta var „einn af stoltustu köflunum í síðari sögu Evrópu“,
ef marka má grein danska sagnfræðingsins Georgs Nørregaards frá
árinu 1934, en inntak nýlendustefnunnar gekk út á, að hans sögn,
„að breiða hvíta kynstofninn út yfir hnöttinn okkar“.41 Það er þessi
heimsvaldastefna sem okkur kemur í hug þegar talað er um nýlend-
ur og nýlendustefnu nú, með þeirri kynþáttahyggju sem hún ól af
sér — og hún nærðist á. Það eru líka afleiðingar þessarar „nýju
heimsvaldastefnu“ sem eftirlendufræðin takast á við, þótt — eins og
indverski bókmenntafræðingurinn Ania Loomba bendir réttilega á
— varlegt sé að draga alltof skörp skil á milli hennar og nýlendu-
stefnu fyrri tíma.42
Ísland passar augljóslega illa inn í þessa sögulegu framvindu. Á
sama tíma og stórveldi Evrópu bútuðu Afríku í sundur í áhrifa-
svæði sín, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir nýlendubúana,
reyndu Danir fyrst að færa Ísland undir hina nýju stjórnarskrá sína,
og þegar það tókst ekki létu þeir smám saman undan eindregnum
kröfum Íslendinga um aukna sjálfstjórn. Á tíma „nýju heimsvalda-
stefnunnar“ gátu Íslendingar heldur ekki kvartað svo mjög yfir
dönsku arðráni; það var frekar almennt áhuga- og afskiptaleysi
danskra stjórnvalda gagnvart Íslandi sem brann á þeim. Eins er
erfitt að benda á dæmi um beina kynþáttafordóma Dana í garð
Íslendinga, enda er ekki auðvelt að draga skil á milli þjóðanna
tveggja á þeim grunni. Í hinu rasíska litrófi 19. aldar töldust Íslend-
ingar alveg jafn bleikir á hörund og Danir og samkvæmt menn -
ingar legri kynþáttahyggju sama tíma taldist íslensk menning ekkert
síður „germönsk“ en hin danska — reyndar sáu sumir hana sem
einhvers konar „frumnorræna“ menningu og því alveg einstaklega
var ísland nýlenda?
40 Trevor R. Getz og Heather Streets-Salter, Modern Imperialism and Colonialism. A
Global Perspective (Boston: Prentice Hall 2011), bls. 213–222.
41 Georg Nørregaard, „Englands Køb af de danske Besiddelser i Ostindien og
Afrika 1845 og 1850“, Historisk Tidsskrift 10, röð 3 (1934), bls. 335–412 (tilvitn-
un á bls. 335).
42 Ania Loomba, Colonialism/Postcolonialism (London: Routledge 1998), bls. 1–19;
sjá einnig Marc Ferro, „Le colonialisme, envers de la colonisation“, Le livre noir
du colonialisme. XVIe–XXIe siècle: de l’extermination à la repentance. Ritstj. M.
Ferro (París: Robert Laffont 2003), bls. 9–38.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 53