Saga - 2014, Page 56
54
germanska. Því hljótum við að fara mjög varlega í að tala um Ísland
sem nýlendu, a.m.k. þegar það er gert í samhengi við evrópska ný -
lendustefnu á 19. öld.
„Norðrið“ í ljósi eftirlendufræða
Þótt Ísland hafi ekki orðið beinlínis fyrir barðinu á hinni svokölluðu
„nýju heimsvaldastefnu“ 19. aldar þá þýðir það ekki að það hafi
verið ósnortið af „hinni óreiðukenndu fortíð“ hennar.43 Nýlendu -
stefnan skipti heiminum ekki aðeins í ákveðin valdasvæði — ný -
lendur og nýlenduveldi — heldur einnig í aðskilin menningarsvæði,
þar sem Evrópa („Vesturlönd“) stóð andspænis „hinum“ („Austur -
lönd um“). Í hugmyndakerfi nýlendustefnunnar var Evrópa tákn-
mynd þess sem taldist siðmenning og í krafti þeirrar stöðu þótti
eðlilegt, ef ekki beinlínis nauðsynlegt, að Evrópubúar tækju heims-
forystu og hefðu vit fyrir íbúum annarra heimshluta. Í hugum þeirra
sem þannig þenktu stöfuðu yfirráð yfir nýlendum ekki aðeins af
hernaðarlegu og efnahagslegu forskoti Evrópubúa á „vanþróaðri“
hluta heimsins, heldur einnig af siðferðilegum og menningarlegum
yfirburðum þeirra. Sem dæmi má nefna að breskir nýlenduherrar
gengu út frá því að reglur sem þeir álitu almennt algildar — uni -
versal — næðu alls ekki til nýlendubúa. Þar má t.d. nefna ábyrga og
lýðræðislega stjórnarhætti, sem þóttu sjálfsagðir í Evrópu, eins og
indverski mannfræðingurinn Partha Chatterjee hefur bent á, en
þegar kom til Indlands gegndi allt öðru máli. Vitnar Chatterjee í rit
breska sagnfræðingsins Vincents Smiths um sögu Indlands frá
árinu 1919 til skýringar, en þar sagði Smith að slíkir stjórnarhættir
brytu í bága við „djúpan straum indverskra hefða, sem streymt
hafði í þúsundir ára. … Venjulegir Indverjar skilja ekki ópersónu-
lega stjórn. … Þeir þarfnast stjórnar einstaklings sem þeir geta lotið
af virðingu.“44 Á Indlandi gilti því það sem Chatterjee kallar „stjórn
mismunar“ (e. rule of difference, sem mætti reyndar eins þýða sem
„reglu mismunar“), en samkvæmt henni var nauðsynlegt að halda
stjórn nýlendna skýrt aðgreindri frá því sem tíðkaðist í kjarna-
guðmundur hálfdanarson
43 Sbr. Kristín Loftsdóttir og Gísli Pálsson, „Black on White: Danish Colonialism,
Iceland and the Caribbean,“ Scandinavian Colonialism and the Rise of Modernity,
bls. 37–52.
44 Partha Chatterjee, The Nation and Its Fragments: Colonial and Postcolonial
Histories (Princeton: Princeton University Press 1993), bls. 16.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 54