Saga - 2014, Page 58
56
hinnar iðnvæddu og siðvæddu Norðvestur-Evrópu. Þetta má lesa úr
fjölmörgum ferðabókum sem komu út beggja vegna Atlantshafs á
19. öld, þar sem ljósi er varpað á mannlíf og staðhætti á Íslandi, í
Færeyjum og á Grænlandi. Þar er íbúunum gjarnan lýst sem frum -
stæðum og einkennilegum, eða sem föngum óblíðrar og ógnandi
náttúru. Í ljósi þessa „norðlæga framandleika“ virtist Evrópa vera
bæði venjuleg og í góðu jafnvægi, og því kjörinn bústaður fyrir
„siðmenntað“ fólk.
Myndin af Íslandi og norðrinu var reyndar flóknari en þetta. Í aug-
um sumra stóðu þessi svæði líka fyrir hið háleita, náttúrulega og dul-
arfulla, sem varð að eins konar andsvari við manngert borgarlandslag
á tímum iðnbyltingar.50 Ferðamönnum fannst þeir komast nær skap-
aranum í hrjóstrugu og ómótuðu landslagi Íslands, þar sem fátt
minnti á evrópskt menningarlandslag. Íslensk miðaldamenning var
líka ofarlega í hugum flestra þeirra sem sóttu Ísland heim á 19. öld,
enda var það alls ekki einber íslenskur rembingur að flokka Íslend-
ingasögur og eddukvæði meðal stórvirkja evrópskrar menningar.51
Sú spurning brann því á vörum margra ferðamanna sem sóttu landið
heim hvað hefði orðið af íslenskri hámenningu á þeim sex öldum eða
svo sem liðnar voru frá því að sögurnar voru upphaflega skráðar á
bókfell.52 Það er því erfitt að gefa almennt eða staðlað yfirlit yfir
viðhorf til „norðursins“, því að ekki var til neitt skipulegt kerfi þekk-
ingar um þetta svæði í líkingu við það sem Said lýsir í bók sinni um
Austurlandafræðin.53 Þetta má orða sem svo að Norður-Atlantshafið
hafi aldrei orðið skýrt afmarkað „þekkingarfræðilegt rými“.54 Þó má
guðmundur hálfdanarson
50 Svipuð viðhorf má finna í ferðalýsingum frá Noregi á 18. og 19. öld; Bjarne
Rogan, „Travelling — Between Materiality and Mental Constructs: Encounters
in Norway in the Eighteenth and Nineteenth Centuries“, Northbound. Travels,
Encounters, and Constructions 1700–1830. Ritstj. Karen Klitgaard Povlsen (Árós-
um: Aarhus University Press 2007), bls. 243–264.
51 Sjá t.d. Andrew Wawn, The Vikings and the Victorians. Inventing the Old North
in 19th-Century Britain (Cambridge: D. S. Brewer 2000).
52 Þetta var algengt stef í ferðabókum frá 19. öld, sbr. Sabine Baring-Gould,
Iceland: Its Scenes and Sagas (London: Smith, Elder and Co. 1863), bls. xlvi.
53 Lesa má um viðhorf til „norðursins“ í Images of the North: Histories — Identities
— Ideas. Ritstj. Sverrir Jakobsson (Amsterdam: Rodopi 2009) og Iceland and ima-
ges of the North. Ritstj. Sumarliði R. Ísleifsson (Sainte-Foy: Presses de
l’Université du Québec 2011).
54 Sbr. Bernard S. Cohn, Colonialism and Its Forms of Knowledge. The British in India
(Princeton: Princeton University Press 1996), bls. 17–56.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 56