Saga - 2014, Síða 60
58
þegar fyrir ævintýraleg ferðalög sín — enda þótti harla óvenjulegt á
þeim tíma að kona flandraði á eigin vegum um heiminn.59 Ferðin til
Íslands var önnur ferð Pfeiffer til landa utan Mið-Evrópu, en hún
hafði heimsótt Austurlönd nær — þ.á m. Landið helga — nokkrum
árum fyrr. Hún skýrir val sitt á Íslandi með þessum orðum í inn-
gangi ferðabókarinnar:
Ísland valdi ég því að ég vonaðist til að finna þar náttúru sem hvergi
fyndist annars staðar í heiminum. Ég verð óumræðanlega ham-
ingjusöm, og kemst í nána snertingu við skapara minn, þegar ég skoða
háleita náttúru. Það er því, að mínu mati, ekkert erfiði, engin fyrirhöfn
of mikil til að aftra mér frá þeirri ánægju að fá að njóta slíkra til-
finninga.60
Af ferðalýsingu Pfeiffer að dæma olli íslensk náttúra henni engum
vonbrigðum. Veðráttan á Íslandi var þó sannarlega óblíðari en í
Landinu helga: „Stormarnir, nepjan, rigningarnar og kuldinn ollu
mér meiri þjáningum heldur en nokkurn tíma hitarnir í Austur -
löndum. Húðin á vörum mínum og andliti sprakk þó ekki öll í hit-
unum þar. En ég hafði ekki verið nema fimm daga á ferðalagi hér,
er tekið var að blæða úr vörunum og andlitið allt flagnað.“61 En
harkan í veðurfarinu sló ekki á áhrif sólsetursins, „sem var sérlega
töfrandi í villtri og háleitri náttúru Íslands“. Opið og eyðilegt lands-
lagið á leið hennar frá Þingvöllum til Reykholts hafði líka djúp áhrif
á hana: „Mest sláandi er þó kyrrðin, einmanaleikinn; þar heyrist
ekkert hljóð, þar sést engin lifandi vera. Allt er dautt.“62 Af Heklu -
tindi, sem hún kleif réttum tveimur mánuðum áður en fjallið gaus á
ný eftir nær 80 ára hlé,63 sá hún „langt inn í óbyggðir“. Kom hálendi
Íslands henni fyrir sjónir sem bæði „dautt og hreyfingarlaust, en
samt stórkostlegt“. Myndin af auðninni greyptist svo rækilega í
guðmundur hálfdanarson
hins þýðandans er ekki getið; útdráttur úr íslenska hluta bókarinnar birtist í:
Ida Pfeiffer, Íslandsferð fyrir 100 árum. Jón Helgason þýddi og endursagði
(Hafnarfjörður: Skuggsjá 1948).
59 Um ævi hennar og ferðalög, sjá m.a. The Story of Ida Pfeiffer and Her Travels in
Many Lands (London: T. Nelson and Sons 1879) og Gabriele Habinger, Ida
Pfeiffer. Eine Forschungsreisende des Biedermeier (Vín: Milena 2004).
60 Ida Pfeiffer, Reise nach dem skandinavischen Norden, 1. bd., bls. v.
61 Sama heimild, bls. 92 (þýðing þessarar tilvitnunar er að mestu tekin úr Pfeiffer,
Íslandsferð fyrir 100 árum, bls. 35).
62 Ida Pfeiffer, Reise nach dem skandinavischen Norden, 1. bd., bls. 179–180.
63 Sigurður Þórarinsson, Heklueldar (Reykjavík: Sögufélag 1968), bls. 119–145.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 58