Saga - 2014, Page 61
59
huga Pfeiffer, að hún hvarf henni aldrei aftur úr sinni. „Þessi minn-
ing, ein og sér, var ríkuleg umbun fyrir allt undangengið erfiði og
hættur!“ Í þessu sambandi er athyglisvert að sjá að um leið og
Pfeiffer „þakkaði Guði fyrir að hafa leyft sér að berja þessa óreiðu í
sköpunarverki sínu augum“, þá prísaði hún sig sæla fyrir „að búa í
sólríku landi þar sem sólin gerir meira en að lýsa upp daginn [als
nur den Tag zu schaffen]; þar sem hún orkar á og vermir gróðurinn og
gefur dýrunum líf; þar sem hún fyllir hjörtu mannanna af gleði og
beinir þönkum þeirra til skaparans“.64 Úr þessari þakkargjörð til
drottins getum við lesið hvernig reynsla Pfeiffer af því að standa á
tindi íslensks eldfjalls kenndi henni að meta frjósama akra og blítt
loftslag heimkynnanna í „Evrópu“.
Þótt Pfeiffer væri uppnumin af íslensku landslagi leist henni
heldur illa á þjóðina sem í landinu bjó. Við undirbúning ferðarinnar
las hún í sögubókum að „fyrstu íbúar eyjunnar hefðu komið þangað
frá upplýstum löndum, og að þeir hefðu flutt með sér siðmenningu
og þekkingu“. Því bjóst hún við að finna hér „raunverulega sveita-
sælu og hlakkaði innilega til að líta slíkt unaðslíf“.65 Þegar til kom
reyndust Íslendingar ekki sú fyrirmyndarþjóð sem hún hafði
reiknað með. Ókurteisi og kaldlyndi einkenndi hinar „svokölluðu
„menntuðu stéttir““,66 sagði hún, og lágstéttirnar voru engu skárri.
Íslenskir bændur voru fégráðugir, drykkfelldir og þjakaðir af „stór-
kostlegu sinnuleysi“, fullyrðir hún á einum stað67; þeir eru hæst-
ánægðir með „það sem náttúran gefur þeim sjálfviljug og dettur
aldrei í hug að krefjast neins af henni. — Ef aðeins nokkrir þýskir
bændur flyttust hingað, hversu margir staðir myndu þá ekki líta
öðru vísi út!“68 Versti löstur íslensks bændafólks var þó, samkvæmt
lýsingum Pfeiffer, hryllilegt óhreinlæti: „Hreinlæti finnst ekki hjá
Íslendingum. Allir eru í hæsta máta viðbjóðslegir.“ Sagðist hún jafn-
vel flokka Íslendinga hvað þetta varðaði langtum neðar en Bedúína
og Araba, og átti því bágt með að skilja „að þessi þjóð hefði eitt sinn
verið þekkt af velmegun, hugrekki og menntun“.69
var ísland nýlenda?
64 Ida Pfeiffer, Reise nach dem skandinavischen Norden, 2. bd., bls. 46–47.
65 Sama heimild, bls. 64–65 (orðrétt: „Ich hielt daher Island, in Bezug seiner
Bewohner, für ein wahres Arkadien, und freute mich innig ein solch idyllisches
Leben doch zum Theil verwirklicht zu sehen“).
66 Sama heimild, bls. 65.
67 Sama heimild, bls. 72–75.
68 Sama heimild, bls. 76.
69 Sama heimild, bls. 25.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 59