Saga - 2014, Page 62
60
Viðhorf Idu Pfeiffer til íslensks samfélags og siðferðis koma fram
í stökum umsögnum um kynni hennar af Íslendingum fremur en að
þau séu sprottin af almennum kynþáttafordómum eða myndi
skipulegt og heildstætt hugmyndakerfi. Heildaráhrifin eru þó þau
að hún flokkar Ísland og Íslendinga utan „Evrópu“ — þ.e. hún telur
þá skyldari í háttum fólki af „óæðri kynþáttum“ (Grænlendingum,
auk Araba eða Bedúína) en t.d. Þjóðverjum eða Skandinövum.
Skýringarnar sem hún gefur á háttalagi Íslendinga eru þó ekki ras-
ískar eða byggðar á hugmyndum um „íslenskt eðli“. Meint vanþró-
un þeirra og einkennilegt háttalag er fremur rakið til einangrunar
landsins og fjarlægðar þess frá hinum „siðmenntaða“ heimi. Íslend-
ingar birtast henni því eins og fákunnandi börn, sem stara agndofa
á hana þegar hún lagar sér kaffi á sprittprímus en slík nútímatæki
höfðu greinilega ekki borist út í íslenskar sveitir.70
Áður en Pfeiffer lagði upp í ferðina til Íslands hafði hún séð
landið fyrir sér sem eins konar ríki náttúrunnar, þar sem íbúarnir
lifðu í skjóli frá siðspillandi áhrifum evrópsks borgarlífs.
Siðferði þeirra hugsaði ég mér að væri nægjanlega varið og tryggt
vegna takmarkaðra samgangna við útlönd, einfalds lífernis og fátæktar
landsins. Þar eru engar stórborgir sem hvatt gætu til yfirlætis og
skemmtana, til iðkunar smærri eða stærri lasta. — Mjög sjaldan slæð ast
útlendingar til eyjarinnar, því að mikil fjarlægð hennar, óblítt loftslag,
eyðilegt landslag og fátækt hrindir þeim frá.71
En við nánari skoðun heillaði íslenskt mannlíf ferðakonuna lítt, og
Íslendingar birtust henni fremur sem villidýr en göfug og óspillt
náttúrubörn. Í ljósi þessa rennur upp fyrir lesandanum að „sið -
menning“, eins og Pfeiffer skildi það orð, var evrópskt menningar-
fyrirbæri og gat einungis þroskast og dafnað í nánum tengslum við
það sem hún kallaði Evrópu og evrópska menningu.
Það vekur athygli að engar beinar vísanir eru í texta Pfeiffer til
nýlenduorðræðu 19. aldar. Hún var reyndar algerlega áhugalaus
um stjórnarfarslega stöðu Íslands í danska konungsríkinu, enda hef-
ur henni sjálfsagt komið fátt á óvart í því sambandi. Tengsl Vínar -
borgar við hin ýmsu jaðarlönd keisaradæmis Habsborgara voru
mjög sambærileg við samband Íslands og Kaupmannahafnar, sér-
staklega fyrir byltingarárið mikla 1848. Hún raðar því fólki sem hún
guðmundur hálfdanarson
70 Sama heimild, 1. bd., bls. 156–157.
71 Sama heimild, 2. bd., bls. 64–65.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 60