Saga - 2014, Blaðsíða 63
61
segir frá eftir þjóðfélagslegri stöðu þess fremur en þjóðerni,72 þótt
hún geti þess í framhjáhlaupi að sjaldgæft sé að finna Íslending sem
tali danska tungu.73 Þannig gefur hún í skyn að það sé etnískur
munur á Íslendingum og Dönum, en vinnur ekki frekar með hann.
Það reyndist Idu Pfeiffer fremur létt að yfirgefa Ísland, ef marka
má lýsingu hennar af síðasta deginum á Íslandi. „Hafði ég þó virki-
lega séð margt dásamlegt, nýtt og áhugavert. — Ég saknaði þó
heimahaganna, þar sem maður finnur reyndar ekki jafn stórfeng-
legar og grípandi myndir, en þó glaðlegri og yndislegri.“74 Af þessu
má ætla að eftir meira en tíu vikna dvöl í hinu háleita „Norðri“ hafi
„Evrópubúinn“ verið búinn að fá nóg. Pfeiffer var reiðubúin að yfir-
gefa óbyggðirnar og hverfa aftur til siðmenningarinnar í tömdu og
frjósömu umhverfi heimalandsins.
Aumingja Ísland!
Hin ferðabókin sem skoðuð er hér var skrifuð af franska rithöfund-
inum Victor Meignan, sem kom til Íslands einhvern tíma á 9. áratug
19. aldar.75 Ekki hefur tekist að grafa margt upp um þennan ágæta
mann annað en það að hann var fæddur í París árið 184676 og lést
þar, 92 ára að aldri, árið 1938.77 Ferðabókin, sem lýsir för hans til
Færeyja og Íslands, var gefin út árið 1889, með titlinum Pauvre
Islande!— sem gæti útlagst hvort heldur er sem aumingja Ísland eða
fátæka Ísland. Meignan lýsti sjálfum sér sem „ástríðufullum ferða -
manni og áhugamanni um staðbundnar listir og siði“78 og hafði
var ísland nýlenda?
72 Á þessu eru þó undantekningar, sbr. sama rit, bls. 80. Það er sjálfsagt heldur
engin tilviljun að eina fólkið sem Pfeiffer kveður með söknuði við brottförina
frá Íslandi voru „herra Knudson“ og „fjölskyldan Bernhöft“ (sama rit, bls. 81).
73 Ida Pfeiffer, Reise nach dem skandinavischen Norden, 1. bd., bls. 164.
74 Sama heimild, 2. bd., bls. 81.
75 Hann nefnir ekki árið, en af samhenginu má ráða að ferðin til Íslands var farin
einhvern tíma á bilinu 1881–1889.
76 Catalogue général de la librairie française 12 (1891), bls. 708; þar er hann kallaður
rithöfundur og ferðalangur („littérateur et voyageur“).
77 Sbr. stutta dánartilkynningu í „Le carnet du „Figaro““, Le Figaro 1. júní 1938,
bls. 2. Þar er Meignan sagður hafa verið fótgönguliði í her páfa og riddari af
reglu heilags Sylvesters („ancien zouave pontifical, chevalier de l’ordre de
Saint-Sylvestre …“).
78 Victor Meignan, Après bien d’autres. Souvenirs de la Haute-Égypte et de la Nubie
(París: Librairie Renouard, H. Loones successeur 1873), bls. iv.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 61