Saga - 2014, Page 65
63
jafnvel menntaðir“, skrifar hann, og breyttust þeir við það — a.m.k.
að hluta til — í mannlegar verur. Þá skildu Evrópubúar „loksins
nauðsyn þess og skyldu sína til að afnema þrælahald“.83
Meignan flutti slíkar hugmyndir með sér í farteskinu í förinni til
Færeyja og Íslands. „Færeyjar eru áreiðanlega meðal villtustu,
niðurníddustu og dapurlegustu landa“84 skrifar hann um nágranna-
land Íslands í suðri. Þessi tilfinning varð jafnvel sterkari við komuna
til Íslands og eftir ferðalag um landið á hestbaki. Hann varð að
viðurkenna að íslensk náttúra væri heillandi, en hún var það á
algerlega röngum forsendum. „Hún dregur mann til sín,“ upplýsir
hann lesendur, „á sama hátt og tómið, þjáningin og illskan. Hún
dregur mann til sín þrátt fyrir hryllinginn, þrátt fyrir djöfulleg ein-
kenni sín, sem stafa af brennisteinslykt og litbrigðum frá heitu
hraungjalli.“85 Óbeit hans á íslensku landslagi stafaði greinilega af
því hversu frábrugðið það var öllu því sem hann átti að venjast.
„Þótt finna megi há fjöll á Íslandi,“ skrifar hann, „marga fossa, jökla
og stöðuvötn, þá er ekki hægt að halda því fram að nokkur hluti
landsins búi yfir hinum minnsta yndisþokka.“86 Eftir ferð yfir heið -
arnar á milli Grímstungu í Vatnsdal og Kalmanstungu í Borgar firði
bar hann „fögur lönd okkar í Evrópu“ saman við það sem fyrir augu
bar á Íslandi. Í Evrópu hvíldi landið sig á nóttunni, segir hann, og
bjó sig með því „undir gagnlegt erfiði dagsins og endurheimti nýtt líf
fyrir árangursríka vinnu og nýja æsku“. Þurr hásléttan við Kalmans -
tungu og jöklarnir sem umkringdu hana gáfu aftur á móti sterklega
til kynna hina endalausu nótt vetrarins; „nóttina sem breytir þess-
um einmanalega stað, sem var ógnvekjandi jafnvel um hábjartan
dag, í skelfilegan hrylling“.87 Þegar hann reið um slíka staði leitaði
hugurinn óhjákvæmilega heim, til „indælu dalanna á vissum svæð -
um í Frakklandi, með grösugum beitilöndum og ríkulegri korn-
uppskeru“.88
Það var ekki aðeins óvenjuleg náttúra sem greindi Færeyjar og
Ísland frá Evrópu í augum Victors Meignans. Bæði löndin voru
danskar nýlendur, eins og hann minnti lesendur sína á hvað eftir
var ísland nýlenda?
83 Sama heimild, bls. x og 37.
84 Victor Meignan, Pauvre Islande! (París: Ernest Kolb 1889), bls. 4.
85 Sama heimild, bls. 26.
86 Sama heimild, bls. 98.
87 Sama heimild, bls. 175.
88 Sama heimild, bls. 197.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 63