Saga - 2014, Blaðsíða 66
64
annað.89 Með því gaf hann til kynna bæði framandleika þessara
landa og undirskipaða stöðu — þau voru annarra eign. Kynni hans
af Íslendingum staðfestu þessa mynd. Þeir voru almennt barnalegir,
ruddalegir og frumstæðir; maturinn var viðbjóðslegur, húsin skítug
og blind ættjarðarást Íslendinga hjákátleg. „Jafnvel þótt það sé, að
mínu viti,“ skrifar hann um íslenskt alþýðufólk,
ógæfusamasta fólk í heimi, snauðast af gjöfum náttúrunnar og því sem
fæst með erfiði manna, þá er það útblásið af fáránlegu stolti, sem sýnir
að það misskilur algerlega allt sem viðkemur landinu og raunverulegu
virði þess. Hægt er að segja um Íslendinga að þeir séu fátækir, án þess
að vera heillandi, daprir, enda hlæja þeir aldrei, án þess að vera
ljóðrænir, og þeir þjást á þúsund vegu, án þess að vera áhugaverðir.90
Íslensk yfirstétt var litlu skárri. Biskupinn var vínhneigður, hafði
hann eftir enskum ferðamönum sem hann hitti á Íslandi, og dómar-
arnir í Landsyfirrétti „íklæddust glæsilegum búningum og var greitt
ríkulega“ þótt þeir gerðu ekkert gagnlegra en „að skoða norðurljós-
in þegar náttúran bauð upp á það“.91 Að lokum lýsir hann amt-
manninum (le gourverneur) í Norður- og austuramti, sem hann hitti
á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands, sem barnalegum ein-
feldningi — hann var un véritable enfant. Amtmaðurinn var Íslend-
ingur, bætir hann við — „hvaða Evrópubúi myndi líka taka við
slíku embætti?“92 Einu hvíldina sem Meignan fékk á leið sinni um
íslenska menningareyðimörk fann hann um borð í frönsku freigát-
unni L’Actif sem lá í Akureyrarhöfn. Þegar hann steig um borð leið
honum loks eins og hann væri kominn aftur heim til Frakklands:
Á þessum frönsku skipsfjölum fann ég aftur sanna franska glaðværð,
franskan anda og, sem ekki ber að lasta, frönsk vín og einkum franskt
brauð. Þannig andar maður að sér úr fjarlægð andblæ föðurlandsins,
með því að njóta hins besta sem það hefur upp á að bjóða; þannig
stígur maður sannarlega á fósturjörðina, því að þilfar fransks herskips,
guðmundur hálfdanarson
89 „Sannarlega ömurleg nýlenda sem öll stórveldi Evrópu ættu að sameinast um
að kaupa í því skyni að breyta henni í fanganýlendu“, skrifar hann um
Færeyjar; sama rit, bls. 13.
90 Sama heimild, bls. 45–46.
91 Sama heimild, bls. 162–163 og 260–261.
92 Sama heimild, bls. 11; Meignan nefnir amtmanninn ekki á nafn en á greinilega
við Júlíus Havsteen (1839–1915), amtmann Norður- og austuramts á árunum
1881–1893; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka
1940 III. bd. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1950), bls. 346–347.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 64