Saga - 2014, Síða 67
65
það er Frakkland; þá er maður raunverulega í Frakklandi, um leið og
augun renna áreynslulaust yfir framandi landslag erlends lands sem
er allt um kring. Það er sannarlega ein ljúfasta og fullkomnasta ánægja
sem nokkur maður getur notið.93
Victor Meignan til mikillar furðu þá virtust jafnvel þeir örfáu Íslend-
ingar sem hann flokkaði meðal siðaðra og menntaðra manna bera
afskaplega hlýjan hug til þessa „óskiljanlega“ lands, þrátt fyrir
„auðn þess, myrkur og hrylling“.94 Hugur hans fylltist aftur á móti
skelfingu við tilhugsunina eina um að eyða heilum vetri á slíkum
stað, þar sem eilíft myrkur grúfði yfir öllu, jafnframt því að hann
kvartaði sáran yfir endalausri birtu sumarsins sem rændi hann
svefni. Þess vegna lyftist hann allur af kæti þegar hann sigldi inn í
„Edinborgarhöfn“ (þ.e. höfnina í Leith) á leið sinni heim til Frakk -
lands. „Aldrei hafði Evrópa, ekki einu sinni eftir lengstu ferðir mín-
ar á fjarlægustu slóðir, tekið svo vel á móti mér“, skrifaði hann. Loks
þekkti hann sig aftur; „hið athafnasama líf stórborgarinnar, fjörið,
ljósin, farartækin — sem eru ekki til á Íslandi því að þar er ekki einn
einasti vegur — voru mér eins og aldavinir sem ég hitti loksins aft-
ur, með mikilli ánægju.“95
Ísland og framandleikinn
Langt „framyfir seinustu aldamót“, skrifaði Benedikt Gröndal í
tímarit sitt Gefn árið 1871, hefur landið „verið skoðað ekki einúngis
svo sem utanveltu besefi, heldur og svo sem eitthvert ókunnugt
land — terra incognita et barbara — óviðkomandi Norðurlönd um,
bygt Skrælingjum og því nær sem helvíti á jarðríki“.96 Frásagnir
ferðalanganna tveggja af Íslandi voru einmitt þessu marki brennd-
var ísland nýlenda?
93 Victor Meignan, Pauvre Islande!, bls. 40.
94 Sama heimild, bls. 277.
95 Sama heimild, bls. 280; þrátt fyrir fremur kátbroslegar lýsingar Meignans af
ferðalaginu um Ísland virðast franskir lesendur hafa tekið mark á bókinni.
Þannig vitnar þingmaðurinn Charles-Ange Laisant í hana, máli sínu til stað -
festingar, í grein sem hann birti í dagblaðinu Le Petit Parisien, en þar lýsir hann
væntanlegum fjöldaflutningum fólks frá Íslandi til Ameríku; Jean Frollo
[Charles-Ange Laisant], „Un peuple en exil“, Le Petit Parisien, 29. febrúar 1893,
bls. 1.
96 [Benedikt Gröndal], „Frelsi — menntan — framför“, Gefn 2:1 (1871), bls. 1–51
(tilv. tekin af bls. 28).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 65