Saga - 2014, Side 68
66
ar. Hvarvetna skín í gegn sú menningarlega fjarlægð sem þeir
skynjuðu á milli sín og íbúa hins afskekkta og einkennilega lands.
Bæði Meignan og Pfeiffer áttu reyndar í nokkrum erfiðleikum með
að raða Íslandi inn í myndina sem þau gerðu sér af heiminum, því
ýmislegt í sögu landsins tengdi það við evrópska menningu þótt
hegðun nútíma Íslendinga virtist í flestu vera á skjön við evrópskar
venjur. Þau voru því sammála um að staðsetja Ísland, eins og
ástandi landsins var háttað um og eftir miðja 19. öld, rækilega utan
við Evrópu, og Íslendinga meðal framandi þjóða. Ísland virðist því
hafa flokkast með því sem enski landkönnuðurinn og fjölfræðing-
urinn Francis Galton kallaði, „rude and savage countries“ — eða
frumstæð og villt lönd.97 Hugtakið „Evrópa“ vísaði aftur á móti til
fyrirbæra eins og framfara, nútíma, velmegunar, siðmenningar,
hreinlætis, borgarlífs og blómlegra sveita, en ekkert af þessu fannst
á Íslandi ef marka má lýsingar þeirra Pfeiffer og Meignans. Ísland
gat því í besta falli talist „næstum því evrópskt land [une pays presque
européenne]“, svo vitnað sé til orða Meignans,98 en þá sömu einkunn
gaf hann einmitt egypsku borginni Alexandríu eins og áður sagði.
Skiptingin á milli „Evrópu“ og „hinna“ — eða þess sem kalla mætti
„lönd framandleikans“ — byggðist á ákveðinni hugmynd um heim-
inn fremur en staðreyndum, því að Evrópa er ekki til sem skýrt
afmarkað landfræðilegt svæði heldur aðeins sem síbreytileg og
umdeild „ímynduð eining“.99 Á 19. öld, og reyndar lengi eftir það,
mótuðust hugmyndir um einkenni Evrópu og evrópskrar menn-
ingar af orðræðu nýlendutímans, og þá ekki síst af ferðalýsingum
„sérfræðinga“ á borð við þau Pfeiffer og Meignan sem fóru um
heiminn og kynntu lítt þekkt lönd heimsins fyrir evrópskum les-
endum. Mikilvægi slíkra texta fólst ekki aðeins í því að þeir sköp -
uðu ímyndir af „hinum“ í hugum þeirra sem töldust (og töldu sig) til
Evrópubúa, heldur höfðu þeir einnig mikil áhrif á sköpun sjálfs-
mynda „Evrópubúa“ sjálfra, sem sáu sig sem fullkomna andstæðu
guðmundur hálfdanarson
97 Francis Galton, The Art of Travel; or, Shifts and Contrivances Available in Wild
Countries, 5. útg. (London: John Murray 1872), bls. 2.
98 Victor Meignan, Pauvre Islande!, bls. 251.
99 Dipesh Chakrabarty, Provincializing Europe, bls. 43; sbr. Mikael af Malmborg
og Bo Stråth, „Introduction: The National Meanings of Europe“, The Meaning
of Europe: Variety and Contention Within and Among Nations. Ritstj. Malmborg
og Stråth (Oxford: Berg 2002), bls. 1–25; The Idea of Europe: From Antiquity to the
European Union. Ritstj. Anthony Pagden (Cambridge: Cambridge University
Press 2002).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 66