Saga - 2014, Page 70
68
í Ingólfi að landsmönnum væri lítill sómi sýndur með því að sitja „á
danskri seil með Færeiingum, skrælingjum og svertingjum eins og
hnappur á talnabandi“.105 Um svipað leyti urðu frægar væringar
meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn vegna sýningar sem þeir köll -
uðu almennt „Skrælingjasýninguna“,106 en þar var um að ræða
danska „nýlendusýningu“ — „koloniudstilling“ — sem halda átti í
Tívolí árið 1905.107 Þar var ætlunin að stilla upp ýmsum gripum og
jafnvel fólki frá „dönsku“ eyjunum í Atlantshafi, gestum til upp -
lýsingar og skemmtunar. Í yfirlýsingu frá fundi í stúdentafélagi
Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem haldinn var í desember 1904, var
aðkomu Íslendinga að sýningunni harðlega mótmælt með þeim
orðum að í henni birtist „alger misskilningur á stöðu Íslands í rík-
inu“ og „vanmat á menningu þess og brot á þjóðerni þess“.108
Tvennt má lesa úr viðbrögðum stúdentanna. Í fyrsta lagi ítrek uðu
þeir skoðun sem enn var almennt viðtekin í íslenskri stjórnmála-
umræðu, þ.e. að Ísland væri hvorki nýlenda né hjálenda Dan merk -
ur.109 Landið ætti ekkert sameiginlegt með hinum Atlantshafs -
eyjunum og því frábáðu þeir sér algerlega að vera blandað inn í
þessi sýningarmál. Þetta var bein tilvísun í málflutning Jóns Sigurðs -
sonar, sem hafði gagnrýnt hugtökin á sömu forsendum, eins og
guðmundur hálfdanarson
Møller, „Foreningens Stiftelse og første Virksomhed. Uddrag af Foreningens
Forhandlingsprotokol“, Atlanten 1 (1904), bls. 23–28. Á árunum 1904–1919 gaf
félagið út tímaritið Atlanten, þar sem birtust greinar um ýmis málefni tengd
Atlantshafseyjunum. Einnig kom út mikill doðrantur á þess vegum, De danske
Atlanterhavsøer. En orienterende oversigt over Forholdene paa Island, Færøerne,
Grønland og de dansk-vestindiske Øer með særligt Henblik paa den økonomiske
Udvikling, í fjórum hlutum á árunum 1904–1911 hjá forlaginu G. E. C. Gad í
Kaupmannahöfn. Kaflinn um Ísland var að mestu skrifaður af íslenskum höf-
undum (þeim Axel Tulinius, Bjarna Sæmundssyni, Boga Th. Melsteð, Finni
Jónssyni, Helga Jónssyni, Valtý Guðmundssyni, Þorvaldi Thoroddsen, Þóru
Thoroddsen og Þórarni E. Tulinius).
105 Þrándur, „Skrælingjafélagið“, Ingólfur 31. janúar 1904, bls. 15.
106 Sjá Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslendingum“.
107 Bjarne Stoklund, „Island på udstilling“, Rejse gennem Islands historie — den
danske forbindelse. Ritstj. Søren Mentz (Kaupmannahöfn: Gads forlag 2008),
bls. 144–162.
108 Margrét Jónasdóttir, Í Babýlon við Eyrarsund. Í félagsskap íslenskra stúdenta í
Kaupmannahöfn 1893–1970 (Reykjavík: Hið íslenska fræðafélag 1996), bls.
74–75.
109 Þessi skoðun var áréttuð í samþykkt Stúdentafélagsins, sbr. sömu heimild,
bls. 74.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 68