Saga - 2014, Page 71
69
rakið var að framan. Í öðru lagi gramdist stúdentunum mjög að
Íslendingum væri ruglað saman við „ýmsar náttúruþjóðir [forskel-
lige Naturfolk], sem greinast frá venjulegum menningarþjóðum“, en
með því var áréttað að Íslendingar væru hvorki „negrar“ né „eski -
móar“.110 Gagnrýnin tók því heilshugar undir þau viðhorf að jarðar -
búar skiptust í „æðri“ og „óæðri“ kynþætti, eða „siðmennt aðar“
þjóðir og „framandlegar“,111 en stúdentarnir vildu fyrir alla muni
forða Íslendingum (og þar með sjálfum sér) frá þeim örlögum að
vera skipað á bekk með „óæðri“ þjóðum, því að „við“ værum jú
sannir Evrópubúar.
Íslensk stjórnmálaumræða á síðari hluta 19. aldar og fram á hina
20. snerist að hluta til um að tryggja stöðu Íslands fyrir innan múra
hinnar evrópsku háborgar. Baráttan fór fram á tvennum ólíkum en
tengdum vígstöðvum; í fyrsta lagi snerist hún um að verja svo-
kölluð íslensk þjóðréttindi, þ.e. hugmyndina um að Íslendingar
væru „raunveruleg þjóð“ sem ætti sér sérkennilega þjóðmenningu,
langa þjóðarsögu og af þeim sökum eðlilegan fullveldisrétt. Vopnin
í þeirri baráttu sóttu Íslendingar í röksemdir Jóns Sigurðssonar um
að Ísland væri hvorki nýlenda né hjálenda Dana heldur „frjálst sam-
bandsland“. Í öðru lagi snerist baráttan um að hrinda því sem þeir
sáu sem allsendis ósanna fordóma í garð Íslendinga, eins og þeir
birtust í skrifum útlendinga á borð við Idu Pfeiffer og Victor
Meignan. Þessi barátta tók á sig ýmsar myndir en kom þó ekki síst
fram í viðleitni Íslendinga til að laga íslenskt þjóðfélag að viðtekn-
um hugmyndum um „evrópsk“ samfélög. Þetta var kjarninn í
„framfarasýn“ svokallaðrar aldamótakynslóðar, en markmið henn-
ar var að reka slyðruorðið af Íslendingum og „vekja“ þá af meintum
svefni doða og framtaksleysis. Stofnun ýmiss konar menningar-
stofnana á Íslandi var oft rökstudd með vísun í þessa baráttu, eins
og mátti lesa úr orðum Sigurðar málara um forngripasafnið sem
vitnað var til að framan. Sömu rökum var beitt í umræðum um
háskóla á Íslandi, því hvatamenn að stofnun skólans töldu að með
var ísland nýlenda?
110 Tilvitnunin er úr yfirlýsingu nokkurra íslenskra stúdenta sem birtist í dönsk-
um blöðum í desember 1904; Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslending-
um“, bls. 140.
111 Sbr. Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið. Afríka í Skírni á 19. öld“, Skírnir
178 (vor 2004), bls. 119–151; ágætt dæmi um íslenska fordóma í þessum efnum
má finna í áðurnefndri grein Benedikts Gröndals, „Frelsi — menntan — fram-
för“, bls. 28–31.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 69