Saga - 2014, Page 73
71
sagnfræðinganna Michaels Bregnsbos og Kurts Villads Jensens, að
breyta danska-norska veldinu úr „konglomeratstat“ í „enhedsstat“.113
„Eðlilegur“ lokapunktur þeirrar þróunar hefði verið „danskt“ þjóð -
ríki, sem náð hefði yfir allt einveldisríkið. Sú varð þó ekki raunin,
því þegar á reyndi voru íbúar hinna ýmsu svæða ríkisins ekki til-
búnir að líta á sig sem Dani. Hugmyndin um að Ísland hafi verið
viðfang danskrar nýlendustjórnar kviknar einmitt af þessu uppbroti
einveldisríkisins eftir þjóðernislínum, því að okkur reynist almennt
útilokað að hugsa um stjórnarfyrirkomulag einveldistímans á ann-
an hátt en út frá hugmyndum þjóðríkisins. Þannig tölum við um
einokunarverslun Dana á Íslandi, svo vitnað sé til þekktrar bókar
Jóns Jónssonar Aðils, eins og verslunin hafi verið rekin af Dönum
eingöngu og aðallega með hag Dana í huga. Staðreyndin var aftur á
móti sú að ríkinu var ekki stjórnað af einni þjóð fremur en annarri,
því að konungsvaldið í „Danmörku“ var lengst af allt eins þýskt og
norskt eins og danskt, svo notuð séu þjóðernishugtök nútímans —
og því má ekki gleyma heldur að meirihluti embættismanna á
Íslandi var alla tíð íslenskur. Samkvæmt hugmyndafræði einveldis-
ins var ekki gert upp á milli þegna konungs á grundvelli þess frá
hvaða hlutum ríkisins þeir komu, og lengst af fór það eftir aðstæð um
hverju sinni hvaða tungumál þegnar konungs notuðu í samskiptum
sín á milli. Þessi fjölþjóðahugsun var reyndar á undanhaldi á síðari
hluta einveldistímans, og tengdist það bæði tilraunum stjórnarinnar
til að gera dönsku að ríkismáli í hertogadæmunum og sívaxandi
föðurlandsást í Noregi.114 Hvað sem því líður miðaðist einokunar-
verslunin alls ekki við eitt þjóðarbrot alríkisins öðrum fremur, held-
ur var henni fyrst og fremst ætlað að styrkja ríkisvaldið sjálft í
höfuðborginni. „Efnahagslegar aðgerðir í merkantílískum anda“,
skrifar norski sagnfræðingurinn Ståle Dyrvik um efnahagsstefnu
dönsku einveldisstjórnarinnar, „nýttust einungis til að örva atvinnu-
lífið í Kaupmannahöfn, og það á kostnað annarra hluta Danmerkur
og sérstaklega Noregs“.115 Það þarf því ekki að koma á óvart að
dönskum þjóðernisfrjálslyndum stjórnmálamönnum þótti ósann-
gjarnt að danskir skattgreiðendur væru krafðir um uppgjör vegna
var ísland nýlenda?
113 Michael Bregnsbo og Kurt Villads Jensen, Det danske imperium. Storhed og fald
(Kaupmannahöfn: Aschehoug 2004), bls.148–172.
114 Ole Feldbæk, Danmark-Norge 1380–1814. 4. bd. Nærhed og adskillelse 1720–1814
(Oslo: Universitetsforlaget 1998), bls. 159–171 og 338–385.
115 Ståle Dyrvik, Året 1814 (Oslo: Det Norske Samlaget 2005), bls. 35.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 71