Saga - 2014, Side 74
72
stjórnar Aldinborgarkónga á Íslandi, því að þeir hefðu ekki farið
neitt mýkri höndum um danska þegna sína en íslenska.116
Þetta segir þó aðeins hálfa söguna. Í augum margra 19. aldar
manna leit Ísland sannarlega út eins og hver önnur evrópsk ný -
lenda. Victor Meignan varð þannig tíðrætt um dönsku nýlendurnar
Færeyjar og Ísland, og í lýsingum hans virkar íslenskt samfélag jafn
ólíkt því „evrópska“ og samfélög evrópskra nýlendna í Afríku, Asíu
eða Vestur-Indíum. Ef við skoðum orðræðu nýlendustefnunnar, í
anda eftirlendufræða, sem aðferð til að skapa andstæður á milli
„okkar“ („Evrópu“ eða „Vesturlanda“) og „hinna“ („nýlendnanna“
eða „Austurlanda“), þar sem „við“ erum fulltrúar „nútímans“ en
„hinir“ eru fastir í viðjum hefða og afturhalds, þá var staða Íslands á
19. öld mjög tvíbent. Út frá reglum kynþáttahyggjunnar voru Ís -
lend ingar sannarlega „norrænir“, en í háttum líktust þeir fremur
nýlendubúum en íbúum meginlands Evrópu, og gátu samkvæmt
því ekki talist fyllilega „evrópskir“; þrátt fyrir „norrænt“ útlit og
menningarlegar rætur voru þeir hálfgerðir „skrælingjar“.
Þessi óvissa um staðsetningu Íslands gagnvart „Evrópu“ mótað -
ist að einhverju leyti af viðhorfum manna til íslenskrar náttúru, sem
mörgum þótti sérkennileg og einkennilega ólík því sem þeir áttu að
venjast. Bandaríski sagnfræðingurinn Karen Oslund lýsir þessu svo,
í nýlegri bók um viðhorf erlendra ferðamanna til Íslands og ná -
grannalandanna í norðri, að óreiða komist á huga þeirra sem sækja
Ísland heim í fyrsta sinn og að sú tilfinning jaðri við „lasleika“.117
Við komuna til Íslands „gerir ferðamaðurinn sér grein fyrir því að
hann er kominn til landamærasvæðis, staðar sem er lítillega hand-
an við jaðar hins þekkta heims“. Þessi tilfinning mótar síðan við -
horfin til samfélagsins og tengsla þess við Evrópu, fullyrðir Oslund,
sem skilja má þannig að ferðamaðurinn varpi nær ósjálfrátt tilfinn-
ingunni um framandleika landsins yfir á fólkið sem býr í því.118
guðmundur hálfdanarson
116 Sjá Orla Lehmann, Den islandske Forfatningssag i Landsthinget 1868–69 (Kaup -
mannahöfn: G. E. C. Gad 1869), bls. 41–44; svipaðar skoðanir koma fram í
skrifum danska stjórnmálamannsins og lýðskólafrömuðarins Sophus Høgs -
bros, sbr. Bogi Th. Melsteð, „Björnstjerne Björnsson og Jón Sigurðsson.
Brjefaviðskifti“, Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn 10 (1929), bls.
91–94.
117 Ferðamenn finna fyrir „sense of confusion, of disorientation bordering on ill-
ness, when arriving in Iceland for the first time“; Karen Oslund, Iceland
Imagined, bls. 169.
118 Sama heimild.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 72