Saga - 2014, Side 79
77
sköttum ok skyldum um þrjú ár, ok var skipaðr hirðstjóri.“1 Er þetta
fyrsta dæmið þar sem leiga er nefnd í tengslum við embætti
hirðstjóra, en í tveimur þessara annála kemur síðan fram að fjórir
Íslendingar hafi „leigt allt Ísland með sköttum og skyldum“ árið
1357. Segir síðan í Lögmannsannál og Annál Flateyjarbókar: „Fóru
visitatores kirkjunnar vegna, en þessir fyrr nefndir leikmanna vegna
um allt Ísland aflandi og heimtandi peninga af lærðum sem leikum
sem þeir kunnu at fá. Átti undir þessu at standa landsfólkit ok þyngt
með þessum afdrætti.“2 Gottskálksannáll greinir hins vegar ekki frá
því að þessir hirðstjórar hafi tekið landið á leigu. Í sömu heimildum
(Lögmannsannál og Annál Flateyjarbókar) kemur fram að Smiður
Andrésson hafi verið skipaður hirðstjóri um allt Ísland 1360 „ok leigt
með sköttum ok skyldum um þrjá vetr“.3 Hins vegar kemur ekki
fram í Gottskálksannál, Skálholtsannál né Annálabroti frá Skálholti
að Smiður hafi leigt landið, þar er einungis sagt að honum hafi verið
skipað konungsvald yfir öllu landinu.4 Er síðan ekki getið um
leiguhirðstjóra í annálum.
Fjórða klausan þar sem leiguhirðstjórar koma við sögu er í skjali
sem nefnt hefur verið Skálholtssamþykkt og dagsett 20. júlí 1375, en
elstu handrit þess eru frá því um 1600. Í sjöttu grein Skálholts -
samþykktar segir svo: „Svá ok viljum vér öngvan þann sýslumann
hafa eður lénsmann í landinu er sýslur leigir, eður undir nokkurar
ísland til leigu
1 Islandske Annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm (Christiania: Norsk historisk
kildeskrift fond 1888), bls. 276. Í Flateyjarbókarannál er þetta ögn styttra og tekið
fram að Ívar var Vigfússon „ok hafði leigt landit allt um þrjú ár“, sjá Islandske
Annaler, bls. 405. Mun meiri orðamunur er í Gottskálkskannál. Þar segir:
„Útkoma Ívars hólms með kóngsvald um allt Ísland ok hafði keypt skattinn ok
öll kóngs mál um þrjú ár“ (Islandske Annaler, bls. 356).
2 Sjá Islandske Annaler, bls. 277 og 406. Augljós rittengsl eru hér á milli Lög -
mannsannáls og Annáls Flateyjarbókar. Um tengsl annálanna tveggja sjá nánar
Islandske Annaler, bls. xxxviii; Elizabeth Ashman Rowe, The Development of
Flateyjarbók. Iceland and the Norwegian Dynastic Crisis of 1389. The Viking
Collection 15 (Odense: The University Press of Southern Denmark 2005), bls.
284.
3 Sjá Islandske Annaler, bls. 278 og 407. Sem fyrr eru rittengsl á milli Lögmanns -
annáls og Annáls Flateyjarbókar, en hvað ártalið varðar er villa í þessum
annálum þar sem því er haldið fram að Smiður hafi komið til Íslands árið 1361;
sjá Einar Bjarnason, „Árni Þórðarson, Smiður Andrésson, og Grundar-Helga“,
Saga XII (1974), 88–108 (bls. 95).
4 Islandske Annaler, bls. 215, 225 og 358.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 77