Saga - 2014, Page 81
79
Í stuttu máli þá veita þær staðreyndir sem okkur eru kunnar
varðandi leiguhirðstjóra tilefni til ítarlegri greiningar á sögu þeirra
en hingað til hefur verið stunduð. Einnig er ástæða til að meta störf
þeirra í öðru samhengi en því sem hefur verið ríkjandi fram að
þessu.
„Hin mesta óhapparáðstöfun“
Öll túlkun á leiguhirðstjórum og hlutverki þeirra í Íslandssögunni
byggist á þeim heimildum sem þegar hefur verið sagt frá. Hins vegar
hefur túlkun sagnfræðinga verið mismunandi þar sem staðreyndir
um leiguhirðstjórana hafa verið um margt á huldu. Í fyrirlestrum
sínum við Háskóla Íslands setti Jón Jóhannesson, lektor og síðar
prófessor við Háskóla Íslands 1943–1957, leiguhirðstjórana í sam -
hengi við réttindabaráttu Íslendinga gagnvart Noregskon ungum.
Komst hann að þeirri niðurstöðu að útleiga á þessu embætti hefði
verið
hin mesta óhapparáðstöfun, með því að hirðstjórarnir hugsuðu nú mest
um að hafa sem mest fé út úr leigunni. Fóru þeir um landið með flokka
vopnaðra manna, gengu mjög ríkt eftir öllum gjöldum og kúguðu
jafnvel fé af mönnum. Sem nærri má geta, þótti landsmönnum þungt
undir slíku að búa, og snerust þeir öndverðir gegn þessum hirðstjórum,
því mikill kjarkur var þá enn í bændum.7
Hér lýsir Jón andstæðum sem annars vegar voru landsmenn (Íslend -
ingar) og hins vegar fégjarnir ráðamenn. Andstaðan við hirðstjórana
er þá túlkuð í samhengi við kjark og sjálfræðishug Íslendinga sem
Jón lýsir víða í ritum sínum.
Í undirstöðuriti sínu um Íslandssögu 14. aldar, Íslenzka skattlandið,
sem kom út 1956, er Björn Þorsteinsson á svipuðum nótum, en
umfjöllun hans um leiguhirðstjóra er þó mun ítarlegri en Jóns
Jóhannes sonar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að útleiga á
embætti hirðstjóra hafi valdið „óstjórn“ sem síðan hafi verið hrundið
og setur Björn það í samhengi við Skálholtssamþykkt og eiða sem
svarnir voru Hákoni Noregskonungi 1377:
Um þessar mundir höfðu Íslendingar búið við þá stjórnarhætti, að
æðstu umboðsmenn konungsvaldsins höfðu tekið embættin á leigu af
konungi gegn ákveðnu gjaldi um rúmlega tuttugu ára skeið, jafnvel
ísland til leigu
7 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II. Fyrirlestrar og ritgerðir um tímabilið 1262–1550
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 1958), bls. 79.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 79