Saga - 2014, Page 82
80
lögmannsembætti hafði konungur veitt á þann hátt að lögréttu
forspurðri, leigutakar höfðu farið hér fram með ofbeldi og lögleysum,
pínt fé af mönnum og tekið suma undir öxi; menn höfðu verið á sífelldu
flandri til Noregs, ýmist til þess að næla sér í umboð, kæra lögbrot og
rangsleitni eða hlýða stefnum.8
Björn styðst greinilega við sömu heimildir og Jón Jóhannesson og
þar vegur augsýnilega þyngst vitnisburður Lögmannsannáls og
Annáls Flateyjarbókar frá árinu 1357. Sú ályktun Björns að embætti
lögmanns hafi einnig verið selt á leigu virðist ekki styðjast við annað
en að konungur skipaði iðulega í lögmannsembætti samtímis því
sem hann skipaði hirðstjóra. Árið 1364 var Þorsteinn Eyjólfsson
skipaður hirðstjóri sunnan lands og austan en lögmaður norðan
lands og austan en Ólafur Pétursson hirðstjóri norðan lands og
vestan en lögmaður sunnan og austan. Engar heimildir eru um að
þessi embætti hafi verið seld á leigu, en Björn ályktar að svo hafi
verið og þá embætti lögmanns ekki síður en embætti hirðstjóra. Hér
eru sömu andstæður dregnar upp og hjá Jóni Jóhannessyni: Vald -
stjórn in og Íslendingar.
Um annað greinir þá Jón og Björn töluvert á, enda vitnisburður
heimilda alls ekki samhljóða í öllum atriðum. Þannig gerir Jón
Jóhannesson ráð fyrir að tímabili leiguhirðstjórnar hafi lokið árið
1361: „Eftir daga Smiðs virðist hafa verið lagt niður að leigja hirð -
stjórum landið, en í staðinn fengu þeir í laun ákveðinn hluta
kon ungstekna.“9 Hér er þögn heimilda notuð sem vísbending;
ekkert er getið um leiguhirðstjóra í annálum eftir 1360.10 Undir þetta
hafa fleiri sagnfræðingar tekið, a.m.k. að hluta til. Þannig gerir Axel
Kristinsson ráð fyrir að einhver breyting hafi orðið á kjörum
hirðstjóra eftir 1361.11 Björn Þorsteinsson tengir hins vegar endalok
sverrir jakobsson
8 Björn Þorsteinsson, Íslenzka skattlandið. Fyrri hluti (Reykjavík: Heimskringla
1956), bls. 183.
9 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II, bls. 80.
10 Árið 1374 færir umboðsmaður Noregskonungi tekjur með svipuðum reikn -
ings skilum og stunduð höfðu verið fyrr á 14. öldinni. Sjá Wærdahl, Norges
konges rike og hans skattland, bls. 230.
11 Sjá Axel Kristinsson, „Embættismenn konungs fyrir 1400“, Saga XXXVI (1998),
113–52 (bls. 143). Annars staðar í sömu grein heldur Axel því þó fram að á síðari
tímum hafi sýslur „oftast“ verið teknar á leigu og að sú aðferð hafi „tíðkast um
eða eftir miðja 14. öld“ (bls. 124–25). Sjá einnig Sigríður Beck, I kungens frånvaro.
Formeringen av en isländsk aristokrati 1271–1387. Fil.dr.-ritgerð við Göteborgs
universitet 2011, bls. 71.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 80