Saga - 2014, Page 83
81
leiguhirðstjórnar við Skálholtssamþykkt og það sem segir um leigu
á sýslum og lénum þar. Eins og Björn orðar það:
Samþykkt þessi veitir okkur dágóða innsýn í aldarfarið, og hún ber
vitni um kjark og einbeitni þjóðarinnar í skiptum hennar við þau völd,
sem af Noregi koma. … Samþykktin ber með sér, að Íslendingar harðna
við hverja raun og eru jafnstæltir í andstöðu sinni gegn ásælni
konungsvaldsins 1375 eins og þeir voru í upphafi aldarinnar.12
Þessi skoðun endurómar í yngri verkum Björns, t.d. fjórða bindi Sögu
Íslands. Þar er því haldið fram að leiguhirðstjórar hafi verið „frekir til
fjár og komu sér margir illa eins og áður er lýst. … Þá er það alveg
ljóst að stjórnarhættir eins og þessir hafa boðið upp á að dómum væri
misjafnlega framfylgt og undir hælinn lagt hvort menn næðu rétti
sínum“.13 Á hinn bóginn er gefinn aukinn gaumur að forsend um
konungs í Sögu Íslands, eins og síðar verður rætt. Sagnfræðingar sem
síðar hafa ritað um þetta hafa tekið undir skoðun Björns, t.d. Sigríður
Beck sem telur að gamla kerfið hafi verið endurreist upp úr 1370.14
Af þessari yfirferð má sjá að hið þjóðernispólitíska sjónarmið og
réttindabarátta Íslendinga gagnvart konungum hefur verið ráðandi
í fræðilegri umfjöllun sagnfræðinga um leiguhirðstjórn, markmið
hennar og afleiðingar. Hér er auðvitað ekki einhlítt að miða einungis
við fræðirit en þegar litið er til kennslubóka í grunnskólum þá
endurspegla þær svipaða skoðun, jafnvel með ennþá eindregnara
hætti.15
Það er hreint ekki fráleitt að ræða umboðsmenn konungs á Ís -
landi og meðferð valds þeirra í samhengi við samskipti konungs og
þjóðar. Slík umfjöllun má þó ekki verða til þess að allt annað
ísland til leigu
12 Björn Þorsteinsson, Íslenzka skattlandið, bls. 185–86.
13 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, „Norska öldin, með viðaukum
eftir Sigurð Líndal“, Saga Íslands IV (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
og Sögufélag 1989), bls. 59–258, hér bls. 244. Í formála kemur fram að þessi hluti
er saminn af Sigurði Líndal „að nokkru leyti eftir frumdrögum Björns Þor -
steinssonar“ (Saga Íslands IV, bls. x).
14 Sigríður Beck, I kungens frånvaro, bls. 89–92. Þar með gengur raunar ekki upp
fyrri staðhæfing hennar, sem hún hefur eftir Axel Kristinssyni, að sýslur hafi
almennt verið leigðar út frá og með miðri 14. öld (sjá Sigríður Beck, I kungens
frånvaro, bls. 71).
15 Hér má t.d. benda á vinsælustu grunnskólakennslubók 20. aldar á Íslandi:
Jónas Jónsson, Íslandssaga. Kennslubók handa börnum. Annað hefti (4. prentun,
Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka 1935), bls. 19–20.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 81