Saga - 2014, Page 85
83
Það samhengi sem frumheimildirnar setja Grundarbardaga í
snýst um togstreitu landshluta. Smið er lýst sem forvígismanni
„Sunnlendinga“, en andstæðingar hans eru Eyfirðingar eða Norð -
lend ingar eftir því frá hvaða landshluta viðureigninni er lýst.19 Í
Annálabroti frá Skálholti segir frá þinginu í Spjaldhaga 1372 þar sem
Smiður Andrésson var úrskurðaður bótamaður og er þetta orðað
svo: „Kómu þar saman Sunnlendingar um Smiðs mál.“20 Í engri
heimild er hins vegar getið um beint samhengi á milli aftöku Árna
Þórðarsonar og viðureignar Smiðs við Norðlendinga.
Nú er varla hægt að nota þögn margra annála sem heimild fyrir
því að Smiður hafi ekki verið leiguhirðstjóri. Þó verður að teljast
eftirtektarvert að þrír af fimm annálum sem fjalla um Smið greina
ekki frá því. Í engri heimild er svo lögð áhersla á fjárkröfur Smiðs
eða þyngsli af stjórn. Hvergi er hægt að sjá að þessar illdeilur Smiðs
við Norðlendinga hafi tengst því fyrirkomulagi að selja umboðsvald
fyrir konung á leigu. Það er því hæpið í meira lagi að álykta, eins og
Jón Jóhannesson, að leiguhirðstjórn hafi lagst af vegna Grundar -
bardaga.
En hvað má þá segja um Skálholtssamþykkt og sjöttu grein
hennar? Hún er vissulega vísbending um að frásögn Lögmanns -
annáls og Annáls Flateyjarbókar um fjárkröfur leiguhirðstjóra hafi
átt við rök að styðjast. Í sjálfu sér skiptir það litlu máli að talað er um
sýslumenn í samþykktinni en hirðstjóra í annálum. Á þessum tíma
voru fáar sýslur á landinu, oftast nær 2–4, og hirðstjóri vanalega einn
sýslumanna.21 Þannig var það t.d. 1352 þegar Ívar Hólm Vigfússon
ísland til leigu
19 Hér vekur athygli að norðlensku heimildirnar (Annáll Flateyjarbókar, Annála -
brot frá Skálholti og Lögmannsannáll) tala um Eyfirðinga en Gottskálksannáll
(þar sem breiðfirskir höfðingjar eru áberandi) um Norðlendinga.
20 Islandske Annaler, bls. 229.
21 Enda þótt hirðstjóri hafi verið settur yfir sýslumenn báru þeir áfram ábyrgð á
innheimtu skatts og voru skipaðir af konungi, sjá einkum Wærdahl, Norges
konges rike og hans skattland, bls. 197–99. Axel Kristinsson telur að sýslumenn
hafi verið níu á 14. öld og byggir þar á skattbændatali sem til er í unglegum
handritum og hann tímasetur 1331, sjá Axel Kristinsson, „Embættismenn
konungs fyrir 1400“, bls. 122–28. Mikilvæg forsenda fyrir svo gamalli tíma -
setningu á þessu skjali er þó að leigukerfið hafi algjörlega tekið við af
reikningsskilakerfi um miðja 14. öld, en hún stenst ekki eins og rakið verður
síðar í þessari grein. Engar aðrar heimildir en þetta skattbændatal benda til svo
margra sýslumanna á 14. öld. Sbr. einnig Randi Wærdahl, Norges konges rike og
hans skattland, bls. 194.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 83