Saga - 2014, Blaðsíða 89
87
hafa fylgst allvel með öðrum höfðingjum, svo sem ætt Þorleifs
Svarts sonar á Reykhólum, en sagt er frá fæðingu hans og andláti í
Annál Flateyjarbókar.32
Annálar úr öðrum landshlutum eru annars vegar Skálholts -
annáll, en hann er fáorður um leiguhirðstjóra og átök tengd þeim.
Hins vegar er það Gottskálksannáll, en óvíst er um uppruna hans.
Hitt er þó víst að breiðfirskir höfðingjar eins og Ormur Snorrason
og Jón Guttormsson skráveifa eru þar iðulega í forgrunni, en auk
þess er vel fylgst með klaustrinu á Helgafelli.33 Einnig virðist annála -
ritarinn hafa fylgst vel með Þorsteini Eyjólfssyni, en þó hafa iðulega
verið dregnar of víðtækar ályktanir af því að ritari annálsins þekki
vel til sögu Þorsteins Eyjólfssonar.34 Þá er ekki hugað að því að hið
sama á við um fleiri höfðingja bæði sunnan- og vestanlands.35 Hér
er mikilvægt að hafa í huga að ritari Gottskálksannáls talar um
Norðlendinga fremur en Eyfirðinga sem andstæðinga Smiðs fyrir
Grundarbardaga.36 Það bendir varla til þess að sjónarhornið sé norð -
lenskt.
ísland til leigu
32 Sbr. Islandske Annaler, bls. 659. Sonur Þorleifs, Svartur Þorleifsson, barðist með
Árna Þórðarsyni á alþingi 1361, sjá Islandske Annaler, bls. 407. Um Annál
Flateyjarbókar sjá nánar Elizabeth Ashman Rowe, „The Flateyjarbók Annals
as a Historical Source. A Response to Eldbjørg Haug“, Scandinavian Journal of
History 27 (2003), bls. 233–242.
33 Hermann Pálsson flokkar fyrri hluta Gottskálksannáls, sem nær til 1394, með
vestlenskum annálum. Sjá Hermann Pálsson, Eftir þjóðveldið. Heimildir annála
um íslenzka sögu 1263–98 (Reykjavík: Heimskringla 1965), bls. 75–83; Hermann
Pálsson, Helgafell. Saga höfuðbóls og klausturs. Snæfellsnes II (Reykjavík:
Snæfellingaútgáfan 1967), bls. 139–140.
34 Sjá t.d. Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island. Til belysning av periferi
og sentrum i norsk 1300-talls historie. Det kongelige norske videnskabers selskab.
Skrifter no. 2 — 1983 (Trondheim-Oslo-Bergen-Tromsø 1983), bls. 6.
35 Gottskálksannáll virðist fylgjast sérstaklega vel með Jóni skráveifu á árunum
1348–1358, Ormi Snorrasyni á árunum 1344–1366 og Þorsteini Eyjólfssyni á
árunum 1356–1375, sjá Islandske Annaler, bls. 576, 609 og 659. Á hinn bóginn er
einnig vel fylgst með sunnlenskum höfðingjum í þessum annál, t.d. Ívari hólmi
Vigfússyni 1352–1371 og Andrési Gíslasyni úr Mörk árin 1355–1374, sjá
Islandske Annaler, bls. 502–503 og 570. Erika Sigurdson gerir ráð fyrir því að
Gottskálksannáll sé skráður frá sjónarhóli Skálholtsbiskupsdæmis, sjá Erika
Ruth Sigurdson, The Church in Fourteenth-Century Iceland. Ecclesiastical
Administration, Literacy, and the Formation of an Elite Clerical Identity. Ph.D.-
ritgerð, Institute for Medieval Studies, The University of Leeds 2011, bls. 70–71.
36 Islandske Annaler, bls. 359.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 87