Saga - 2014, Blaðsíða 92
90
Ormur. Hann var einn fjögurra manna sem var skipað „vald um allt
Ísland“ árið 1366 en hinir voru Ormur Snorrason, Andrés Gíslason
og Magnús Jónsson. Magnús þessi kemur við gjörninga í Húnaþingi
og Skagafirði á árunum 1360–1397 og því má ætla að hann hafi verið
búsettur í Norðlendingafjórðungi, en Ormur og Andrés voru bú -
settir í Vestfirðinga- og Sunnlendingafjórðungi.46 Í því ljósi og með
hliðsjón af skiptingu landsins árið 1357 mætti ætla að Þorgeir hafi
verið úr Austfirðingafjórðungi en við höfum þó engar heimildir um
hvar hann var búsettur. Hins vegar er andláts hans árið 1394 getið í
Gottskálksannál.47
Ekki er því hægt að benda á neinn Sunnlending sem fylgdi Smiði
í Grundarbardaga, aðeins höfðingja úr Vestfirðinga fjórðungi og
hugsanlega Austfirðingafjórðungi. Aðeins meira má fullyrða um
andstæðinga Smiðs í bardaganum. Þar virðist hafa verið í forystu
Gunnar Pétursson, bróðir Helgu á Grund og Ólafs Péturssonar.48
Þeir Ólafur Pétursson og Þorsteinn Eyjólfsson urðu samferða utan
árið 1362 og voru þar hnepptir í varðhald en fengu síðan hirðstjórn
um allt Ísland 1363–1366.49 Um aðild Þorsteins að vígi Smiðs eru afar
skiptar skoðanir.50 Samkvæmt Gottskálksannál gerði Magnús kon -
ungur hann „öldungis kvittan af öllum málavöxtum og reikningi“
árið 1363 og þarf ekki að merkja annað en að uppgjör vegna hirð -
stjórnartíðar hans hafi þá farið fram.51 Aðild Ólafs að Grundar -
bardaga er sennilegri, en hann virðist hafa fengið uppreisn æru um
svipað leyti og Þorsteinn.
Árni Þórðarson er eini hirðstjórinn á þessu tímabili sem kom
sannarlega úr Austfirðingafjórðungi, en hann mun hafa átt jarðirnar
Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal. Árni var afkomandi Þórðar
kakala Sig hvatssonar í beinan karllegg en í þessu samhengi skipta
meira máli tengslin við Jón Hákonarson í Víðidalstungu, sem lét gera
Flateyjar bók. Jón var giftur Ingileifu, dóttur Árna Þórðarsonar.52
sverrir jakobsson
46 Um Magnús sjá DI III, bls. 142–144, 376–378 og 618–619.
47 Islandske Annaler, bls. 368.
48 Sjá Einar Bjarnason, „Árni Þórðarson, Smiður Andrésson og Grundar-Helga“,
bls. 98.
49 Islandske Annaler, bls. 360–361; DI III bls. 177.
50 Sbr. Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island, bls. 25, og Einar Bjarnason,
„Árni Þórðar son, Smiður Andrésson og Grundar-Helga“, bls. 99.
51 Islandske Annaler, bls. 360.
52 Í sumum heimildum er hún kölluð Ingibjörg, sjá Elizabeth Rowe, The Develop -
ment of Flateyjarbók, bls. 251.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 90