Saga - 2014, Page 94
92
ákvörðun Magnúsar Eiríkssonar Noregskonungs að selja Ísland á
leigu, en hann stjórnaði Íslandi og öðrum skattlöndum sérstaklega
eftir 1350, eftir að hann afsalaði til dróttseta vald og umsjón yfir
ríkjum sona sinna í Noregi og Svíþjóð.57 Þessi skipan ríkti fram að
fráfalli Magnúsar árið 1374 en þá fékk Hákon Noregskonungur
endanlega yfirráð yfir Íslandi.58
Upphæð leigunnar er óþekkt. Þar af leiðandi er óljóst hvort
tekjumöguleikar hirðstjóra eða sýslumanna sem tóku landið á leigu
voru miklir eða litlir. Grethe Authén Blom leggur áherslu á að
markmið Magnúsar hafi verið að einfalda stjórnsýslu Íslands.59
Einnig má setja innleiðslu leiguhirðstjórnar í samhengi við almennar
kerfisbreytingar í norskri stjórnsýslu í kringum 1350.60 Hafa rann -
sóknir á stjórnarháttum Magnúsar Eiríkssonar haft áhrif á sögu -
skoðun íslenskra sagnfræðinga, sem tengja nú fyrirkomulag leigu -
hirðstjórnar fyrst og fremst við aðstæður í Noregi. Þannig segir í
Sögu Íslands IV að konungur hafi haft lítil tök á að beita valdi sínu úti
á Íslandi. „Og í samræmi við það sem gerzt hafði í Svíþjóð brá hann
á það ráð að selja einstökum hirðstjórum landið á leigu með sköttum
og skyldum um þriggja ára tímabil í senn … Á þennan hátt hefur
veikburða ríkisstjórn konungs talið vænlegast að tryggja sér ein -
hverjar tekjur án of mikils umstangs og reikningsfærslna.“61 Það er
þó óvíst að hér hafi verið á ferð nýmæli tengt aðstæðum í Noregi
um miðja 14. öld. Má frekar tala um þróun sem á rætur að rekja til
fyrri hluta aldarinnar þegar hirð konungs flutti til Svíþjóðar.62
Eðlilegt er að tengja leiguhirðstjórafyrirkomulag við almenna
stjórnsýslu Magnúsar Eiríkssonar en þó er mörgum spurningum
ósvarað. Í fyrsta lagi má benda á að Árni Þórðarson og Þorsteinn
Eyjólfsson töldu sig þurfa að standa konungi reikning á embættis -
færslu sinni, sem bendir varla til þess að þeir hafi þegar verið búnir
að gjalda honum leigu. Þá er einnig athyglisvert að við þekkjum
sverrir jakobsson
57 Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island, bls. 12–13 og 19–21.
58 Hákon stýrði raunar Íslandi í forföllum föður síns 1365–1371, en Magnús sat þá
í varðhaldi í Stokkhólmi, sjá Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island,
bls. 28–29; Michael Nordberg, I kung Magnus tid. Norden under Magnus Eriksson
1317–1374 (Stokkhólmur: Norstedt 1995), bls. 310–311.
59 Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island, bls. 25.
60 Sjá Randi Wærdahl, Norges konges rike og hans skattland, bls. 229.
61 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, „Norska öldin, með viðaukum
eftir Sigurð Líndal“, bls. 237.
62 Sjá t.d. Steinar Imsen, Norges nedgang (Oslo: Samlaget 2002), bls. 71.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 92