Saga - 2014, Blaðsíða 95
93
dæmi þess að tekjur konungs hafi verið innheimtar með reiknings -
skilum árið 1374, ári fyrir Skálholtssamþykkt. Andrés Gíslason frá
Mörk færði þá góss til konungs frá Íslandi og fékk kvittun fyrir.63
Norski sagnfræðingurinn Randi Wærdahl hefur sýnt fram á að
fyrirkomulag leiguhirðstjórnar hafi verið innleitt í öðrum skatt -
löndum konungs um 1400 en þar hafi haldið áfram að vera til bæði
leigulén (no. avgiftslen) og lén sem hafi verið veitt mönnum til að
standa skil á með reikningsskilum (no. regnskapslen).64 Hér vaknar
því áhuga verður möguleiki, nefnilega að aldrei hafi verið ríkjandi
einungis leigulén eða lén fyrir reikning heldur hafi hvort tveggja
getað þrifist hlið við hlið. Það virðist þá ekki heldur trúlegt að
leiguhirðstjórn hafi horfið á Íslandi á meðan hún var áfram stunduð
í öðrum skattlönd um konungs. Hér sárvantar auðvitað heimildir um
reikn ings skil hirðstjóra og sýslumanna á 14. og 15. öld.
Annað samhengi leiguhirðstjórnar
Söguskoðun Einars Hafliðasonar hefur haft mikil áhrif á íslenska
sagnfræðinga á seinni öldum. Frá honum virðist komið það sjónar -
mið að leiguhirðstjórar hafi íþyngt almenningi með álögum og hann
er einnig meginheimildin fyrir því að Smiður Andrésson hafi leigt
landið og því megi tengja Grundarbardaga við þetta fyrirkomulag.
Hvorugt er þó einhlítt, en sagnfræðingar hafa almennt ekki verið
mjög gagnrýnir á vitnisburð Einars.
Tiltölulega seint var farið að leita skýringa á leigufyrirkomu laginu
í stefnu konungs. Í IV. bindi Sögu Íslands má þó sjá örla á slíku
samhengi, án þess þó að það hafi haft í för með sér nokkra grund -
vallarbreytingu á viðhorfum til sjálfs fyrirkomulagsins. Rann sóknir
Randi Wærdahl gefa hins vegar mun fyllri mynd af umboðs -
störfum fyrir konung og hafa þann kost að þau eru rædd í samhengi
við stjórnskipun í öðrum skattlöndum. Hún bendir á a.m.k. þrjú atriði
ísland til leigu
63 Diplomatarium Norvegicum: Oldbreve til Kundskab om Norges indre og ydre Forhold,
Sprog, Slægter, Sæder, Lovgivning og Rettergang i Middelalderen II. Útg. Christian
C. A. Lange og Carl Rikard Unger (Kristjania: Malling 1851–1852), bls. 336. Sjá
Randi Wærdahl, Norges konges rike og hans skattland, bls. 230.
64 Randi Wærdahl, Norges konges rike og hans skattland, bls. 229–30. Í Danmörku er
ekki rætt um leigulén í heimildum á milli 1370 og 1481, sjá Henrik Lerdam,
Danske len og lensmænd 1370–1443. Skrifter udgivet af Institut for historie ved
Københavns Universitet 18 (Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum 1996), bls.
17; Christensen, Len og magt i Danmark 1439–1481, bls. 26–27.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 93