Saga - 2014, Page 101
helga kress
Eftir hans skipun
Natansmál í ljósi sagnadansa og eftirmæla Agnesar
Reif hann hennar stakkinn,
reif hann hennar serk
áður hann gat framið
hið syndsamlega verk.1
Nú er hann ekki að laspúvera mig til
eður neitt af kvenfólki.2
Á málþingi Félags um átjándu aldar fræði um konur á 18. og 19. öld,
sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 15. febrúar 2014,
flutti Eggert Þór Bernharðsson fyrirlesturinn „Dæmdar konur í
Natans málum“, byggðan á vandaðri grein í Sögu með fyrirsögninni
„Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan. Heimildagrunnur morðbrenn-
unnar á Illugastöðum árið 1828“.3 Þessi könnun á heimildagrunni
Natansmála, segir hann, er hluti af stærri rannsókn á morðbrenn-
unni, aðdraganda hennar og eftirmálum,4 og er það sem hér fer á
eftir hugsað sem innlegg í þá umræðu.
Meginviðfangsefni greinarinnar er ítarlegur samanburður á
frumheimildum og sagnaþáttum um morðið á Natani Ketilssyni
(1792–1828) á Illugastöðum á Vatnsnesi aðfaranótt 14. mars 1828 og
sakborningana þrjá, Agnesi Magnúsdóttur (1795–1830), vinnukonu
Saga LII:1 (2014), bls. 99–118
V IÐHORF
1 Sagnadansar. Útg. Vésteinn Ólason (Reykjavík: Rannsóknastofnun í bókmennta -
fræði og Menningarsjóður 1979), bls. 249.
2 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók
1827–1830, bls. 246. Agnes Magnúsdóttir.
3 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan. Heimildagrunnur
morðbrennunnar á Illugastöðum árið 1828“, Saga LI:2 (2013), bls. 9–56.
4 Sama heimild, bls. 11, nmgr. 5.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 99