Saga - 2014, Side 102
100
á Illugastöðum, Sigríði Guðmundsdóttur (1811–1839), vinnukonu
(bústýru) á Illugastöðum,5 og Friðrik Sigurðsson (1810–1830), bónda -
son í Katadal í sömu sveit.6 Þau voru öll dæmd til dauða af sýslu-
manni, Birni Blöndal, og dómurinn staðfestur í Landsyfirrétti og
Hæstarétti. Agnes og Friðrik voru tekin af lífi, hálshöggvin, við
Þrístapa í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, en dauðadómi Sigríðar
var breytt með konungsúrskurði í ævilangt fangelsi í Kaupmanna -
höfn, þar sem hún lést.7
Þótt Eggert taki það fram að hann ætli sér ekki „að skýra ástæð -
ur og tildrög morðbrennunnar“8 setur hann engu að síður fram
áhugaverða tilgátu sem hefði verið ástæða til að fylgja betur eftir.
Andstætt sagnaþáttunum sem flestir rekja ástæður morðsins til ástar -
sambands þeirra Agnesar og Natans, sem Eggert sýnir fram á að eigi
sér enga stoð í heimildum, tekur hann eftir „skömmunum“ sem þær
Agnes og Sigríður urðu fyrir af húsbónda sínum og koma hvað eftir
annað við sögu í réttarhöldunum, samviskusamlega bókað ar af skrif-
ara dómabókarinnar fyrir Húnavatnssýslu 1827–1830.9 Telur Eggert
að skammirnar hafi gengið svo langt að við þær hafi ekki lengur
verið búið og konurnar því tekið til sinna ráða. „Hversu húsbóndinn
á Illugastöðum var skapbráður og gat verið geðillur á heimilinu var
þannig ein undirrót Natansmála,“ segir hann.10
helga kress
5 Í dómabókinni er Sigríður sögð „vinnukona“, sbr. ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún.
GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 158, en „husholderske“ í fylgiskjali
með bréfi sýslumanns til fangelsisstjórnarinnar í Kaupmannahöfn, dagsettu
30. júlí 1830, sbr. ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. C/4, 1. Bréfabók 1829–1831, nr. 2878
og 2880. Í grein Eggerts er hún kölluð „bústýra“, sbr. einnig Guðlaug
Guðmunds son, Enginn má undan líta. Sagnfræðilegt skáldrit, sem varpar nýju ljósi
á morðmálin í Húnaþingi, aðdraganda þeirra og afleiðingar (Reykjavík: Örn og
Örlygur 1974), bls. 43 og víðar.
6 Sagnaþættirnir sem Eggert fjallar um eru einkum Sagan af Natan Ketilssyni
(1892) eftir Gísla Konráðsson og Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu. Rituð
eftir beztu heimildum og skilríkjum (1912) eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.
Einnig kemur hann inn á Íslands árbækur í söguformi XII eftir Jón Espólín og
fleira. Sjá nákvæma heimildaskrá í grein Eggerts. Í þessu sambandi má benda
á skáldsögu Hannah Kent, Burial Rites (2013), um sama efni. Einnig hún gengur
út frá ástarsögunni en með því markmiði að rétta hlut Agnesar sem Natan á að
hafa svikið í tryggðum.
7 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 10.
8 Sama heimild.
9 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830.
10 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 53.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 100