Saga - 2014, Síða 103
101
Skammirnar
Orðið „skammir“ (í fleirtölu) skilur Eggert nútímaskilningi sem
skammar yrði, ávítur í tungumáli, eða „verbal abuse“, eins og hann
orðaði það í umræðum eftir fyrirlesturinn á málþinginu,11 og eftir því
sögnina „skamma“ sem atyrða, ávíta. Eldri merking þessara orða, og
sú upprunalega, er þó önnur. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnús -
syni í Íslenskri orðsifjabók merkir orðið „skömm“ upphaflega smán,
minnk un, vansæmd, jafnvel meiðsl, og eru „önnur tákn gildi af -
leidd“.12 Um uppruna sagnarinnar „skamma“ vísar hann í „skömm“,
en einnig sagnarinnar „skemma“ sem merki það sama, þ.e. skadda,
spilla, og feli í sér háðung, blygðun, minnkun.13 Í orðabók Fritzners
yfir fornmálið er aðeins gefin upp ein merking sagnarinnar „skamma“,
þ.e „paaføre Skam, Vanære“.14 Sem heimild vísar hann í dæmi úr
Hallfreðarsögu þar sem vinir Gunnhildar konungamóður, þeir Sokki
og Sóti, hafa verið drepnir á þann hátt að annar er lagður sverði
„neðan undir brynjuna og svo upp í kviðinn“ en af hinum sneiddir
báðir þjóhnapparnir. Þegar Gunnhildur spyr þessi tíðindi þykir henni
„illa orðið er eg leiddi ekki þá menn augum er vini vora hafa drepið
og skammað“.15 Að drepa og skamma á hér saman, hvort tveggja
eftir hans skipun
11 Í samtali við mig í hléinu.
12 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík: Orðabók Háskólans
1989), bls. 884. Sjá einnig Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch
(Leiden: E.J. Brill 1961), sem þýðir „skamma“ með „beschämen“, bls. 482,
„skömm“ með „Schande, Scham“, bls. 512, og „skammfæra“ með „miss -
handeln“, bls. 482; og Richard Cleasby og Guðbrandur Vigfússon, An Icelandic-
English Dictionary [1874] (Oxford: Clarendon Press 1957), sem þýða „skamma“
með „shame, disgrace“, bls. 536.
13 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 832.
14 Johan Fritzner, Ordbog over det gamle norske sprog [1867] (Oslo: Universitets -
forlaget 1973), bls. 279.
15 „Hallfreðar saga vandræðaskálds“. Íslendingasögur og þættir II. Ritstj. Bragi
Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Örnólfur Thorsson (Reykjavík:
Svart á hvítu 1987), bls. 1225. Í Hallfreðarsögu er að finna annað dæmi um
„skammir“, sbr. sömu heimild, bls. 1229. Segir þar frá kvennabósanum Ingólfi
Þorsteinssyni sem venur komur sínar í Grímstungu „og átti tal við Val gerði
Óttarsdóttur“. Faðir hennar vandar um við Ingólf og biður hann að láta af
komum. Allt kemur fyrir ekki og faðirinn kvartar við föður Ingólfs sem lætur
fyrst í stað að orðum föður síns en tekur síðan til við „að yrkja man söngsdrápu
um Valgerði“. Faðir hennar reiðist þessu mjög, þykir sér „leitað mikillar
ósæmdar“ og hótar þeim feðgum málsókn. Segist hann eigi nenna „að kyrrt sé
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 101