Saga - 2014, Qupperneq 104
102
líkam legt ofbeldi, og drápið er kynferðislegt. Þeir eru ekki bara
drepnir, heldur einnig skammaðir, annar stunginn í kynfæri, hinn í
rass, hvort tveggja nauðgunarmyndir, og um leið kvengerving.
Í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá frá 1643 er á sömu blaðsíðu sagt
frá tveimur dæmum „sódómískrar syndar“, þar sem „að drýgja
skömm“ og „skamma“ eru samheiti. Í því fyrra segir frá „blákonu
með lítinn dreng“ sem er að flytja mat. Á vegi þeirra verður brunn-
vaktari nokkur sem áður hafði gert sig sekan um glæp: „Hann tók
konuna, barði, en spillti matnum og þrúgaði drengnum, viljandi
drýgja með honum skömm, sem Tyrkjum er vani til.“ Er þetta
spurðist „var hann af Tyrkjaráðinu tekinn og dreginn út fyrir borgar -
hliðið og að öllum hans beinum sundur brotnum lifði hann tvær
nætur. Svo fékk hann sitt verðkaup.“ Í seinna dæminu skeði það „að
skólameistari nokkur, er piltum kenndi, þvingaði einum þeirra og
skammaði sem einn sódómíti.“ Einnig þessi er drepinn, og það á
mjög svo myndrænan hátt. Það er „tekin ein stöng og sett í hans
bakhlut; svo uppreistur sat [hann] á henni í fjögur dægur; dó svo á
því fimmta.“16
Fyrsta merking sagnarinnar „skamma“ í Orðabók Sigfúsar Blöndal
frá 1920–24 er „beskæmme, gøre Skam“, önnur merking „skælde,
udskælde“.17 Í Orðabók Menningarsjóðs nokkrum áratugum síðar hef-
ur hins vegar brugðið svo við að afleidda merkingin, „að atyrða,
ávíta harðlega“, hefur tekið við sem aðalmerking, en sú uppruna-
lega, „smána, svívirða“, er gefin upp sem úrelt. Er hún þar útskýrð
með dæminu „að skamma dánimanna dætur“, þar sem hún er aug-
ljóslega kynferðisleg.18 Ekki er vísað í heimild fyrir þessu ágæta
dæmi, en það er úr prestastefnusamþykkt frá 1597, þar sem segir í
öðrum lið að „jómfrúrkrenkjarar þeir er skamma dánimanna dæt-
ur“ skuli „afsettir prestsembætti með öllu“.19 Athyglisvert er að
helga kress
og spurt munuð þér það hafa að eg hefi eigi setið mönnum skammir og
skapraunir“. Faðirinn Óttar er reyndar sami maður og áður „skammaði“ þá
Sóta og Sokka, ásamt bróður sínum Ávalda, í hefndarskyni fyrir föður þeirra
sem illmennin brenndu inni og hann vísar hér til.
16 Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Ritstj. Jón Þorkelsson (Reykjavík: Sögufélag 1906–
1909), bls. 282.
17 Sigfús Blöndal, Íslensk-dönsk orðabók (Reykjavík: [s.n.] 1920–1924), bls. 712.
18 Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstj. Mörður Árnason
(Reykjavík: Edda 2002), bls. 1302.
19 Alþingisbækur Íslands III, 1595–1605 (Reykjavík: Sögufélag 1917–1918), bls. 127.
Upplýsing um heimildina er sótt í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 102