Saga - 2014, Qupperneq 105
103
samþykktin nær aðeins til misnotkunar á dætrum heldri manna en
aðgangur að öðrum, eins og t.a.m. vinnukonum, virðist frjáls. Þá
lætur séra Erasmus nokkur stefna séra Jóni Þormóðssyni „fyrir þá
sök hann hefði skammað hans dóttir“, og klagar með því „sinn rétt
og sinnar dóttur ráðspjöll“. Dómendur taka „ráðspjöllin“ til greina
en vísa kærunni frá „því vér þóttumst ekki ljós lög þar upp á
finna“.20 Í bréfi síra Jóns Gissurarsonar til Þorláks biskups Skúla -
sonar, dagsettu 3. október 1653, er um svipað vandamál að ræða en
þar leggur hann til að sá brotlegi fái hvorki aflausn og né sakra-
mentum „fyrr en hann hefur sætt sig við þá, sem hann hefur á móti
brotið, sem eru foreldrar stúlkunnar hverja hann hefur skammað
með svívirðulegu hórdómsbroti.“21
Þessi kynferðislega merking sagnarinnar „skamma“ á sér einnig
stoð í íslensk-latneskum og latnesk-íslenskum orðabókum frá 17. og
18. öld. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (1724–1794) þýðir nafn-
orðið „ignominia“ með „smán, vansæmd, skömm“ og orðasam-
bandið „ignominia afficiere“ með sögninni „skamma“.22 Guðmund -
ur Andrésson (1615–1654) þýðir nafnorðið „skömm“ með „pudor,
crimen, invehor“, þ.e. blygðunarsemi, hórdómur, árás.23 Jón biskup
Árnason (1665–1743) þýðir sögnina „vitio“ með „ég skemmi, for-
djarfa, krenki“24 og nafnorðið „pudor“ með „blygðunarsemi, van-
virða, skömm“. Þetta útskýrir hann með orðasambandinu „auferre
pudorem virgini: að vanvirða eina jómfrú, krenkja hana“.25 Þá þýðir
hann sagnirnar „stupro“ og „construpro“ með „ég krenki, skamma“,
eftir hans skipun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: http://www.arnastofnun.is/page/
gagnasofn_ritmalssafn Það sama á við um fleiri dæmi frá 17. og 18. öld sem
vitnað verður til hér á eftir. Stafsetningu hér og síðar er breytt til nútímahorfs,
sem og einnig orðmyndum á stöku stað.
20 Alþingisbækur Íslands IV, 1606–1619 (Reykjavík: Sögufélag 1920–1924), bls. 548–549.
21 Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar (1597–1656). Ritstj. Bjarni Vilhjálmsson og
Jón Þ. Þór (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands 1979), bls. 243.
22 Björn Halldórsson, Orðabók, íslensk-latnesk-dönsk [1814]. Ritstj. Jón Aðalsteinn
Jónsson (Reykjavík: Orðabók Háskólans 1992), bls. 417.
23 Guðmundur Andrésson, Lexicon Islandicum: Orðabók Guðmundar Andréssonar
[1738]. Ritstj. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson. Orðfræðirit fyrri
alda 4 (Reykjavík: Orðabók Háskólans 1999), bls. 141.
24 Jón Árnason, Nucleus latinitatis [1738]. Ritstj. Guðrún Kvaran og Friðrik
Magnússon. Orðfræðirit fyrri alda 3 (Reykjavík: Orðabók Háskólans 1994), bls.
399.
25 Sama heimild, bls. 259–260.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 103