Saga - 2014, Side 108
106
Magnússon með orðið „laspútera“, sem merkir „skamma“,31 en
þessi orð eru svo lík að þau hljóta að merkja það sama, auk þess sem
þau kunna bæði að vera á einhvern hátt afbökuð í skrift.
Um orðið „laspúvera“ leitaði Eggert til Magnúsar Snædal, pró-
fessors í málvísindum, sem benti á mögulegan skyldleika við orðið
„lapsa“ í orðasambandinu „að lapsa til“ í orðabók Guðmundar
Andréssonar, þar sem það merkir „‘skamma, ráðast að með stór -
yrðum’ (invehor, insurgo per sesqvipedalia verba)“.32 Ummæli
Agnesar tengir Eggert því réttilega „skömmunum“, svo langt sem
það nær. Hann segir: „Svo hún er líklega að vísa til skammanna …
Svo ég sé ekki annað en fallast verði á það að rædd orð eigi við hinar
ofsafengnu skammir sem Natan hellti yfir vinnukonur sínar.“33
Þetta áréttar hann síðan í lok greinarinnar: „Skammirnar hvíldu svo
þungt á Agnesi að þegar hún stóð yfir líki Natans í baðstofunni
morðnóttina talaði hún til þess og sagði að hann myndi ekki framar
ausa hana eða annað kvenfólk skömmum … Hversu húsbóndinn á
Illugastöðum var skapbráður og gat verið geðillur á heimilinu var
þannig ein undirrót Natansmála.“34 Hér endursegir Eggert endur-
sögn sýslumanns/skrifara á endursögn Sigríðar á orðum Agnesar,
leggur henni í munn orð sem hún segir ekki.
Með sögninni „laspúvera“ vísar Agnes augljóslega í líkams-
meiðingar og kynferðislegt ofbeldi. Í orðabók Jóns biskups Árna-
helga kress
31 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 546. Orðið er fengið úr
orðabókarhandriti frá 19. öld, Lbs. (Landsbókasafn Íslands — Háskólabóka -
safn, handritadeild), Lbs. 220 8vo. Ég þakka Gunnlaugi Ingólfssyni hjá Orðabók
Háskólans fyrir að hafa uppi á heimildinni í seðlasafni Ásgeirs, varðveittu hjá
Orðabókinni. Orðið „laspútera“ telur Ásgeir geta verið blendingsmynd úr
„laspra“ (hallmæla) og „dispútera“, sbr. Íslensk orðsifjabók, bls. 546.
32 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 39, nmgr.
138. Sjá einnig Guðmundur Andrésson, Lexicon Islandicum, bls. 108. Eins og
fleiri orðabókarhöfundar er engu líkara en Guðmundur Andrésson varist
kynferðislega merkingu orðsins, en hún kann að hafa varðveist í danska orðinu
„laps“, sem samkvæmt Verner Dahlerup, Ordbog over det danske Sprog 12
(København: s.n.), bls. 410, er upprunalega notað í „stærkt nedsættende
bet[ydning], især om person m. angribelig moral, […] især: ung mandsperson,
der i optræden, adfærd m.m. støder an mod de almindelige regler for
sømmelighed og anstændighed, er paagående overfor kvinder […] fræk
pigejæger.“
33 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 40, nmgr.
138.
34 Sama heimild, bls. 53.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 106