Saga - 2014, Page 109
107
sonar kemur sögnin „laspra (að)“ fyrir sem samheiti við hrakyrða,35
straffa, rykkja, grípa um,36 hóta, tukta,37 sem allar vísa til ofbeldis,
ekki bara í tungumáli heldur einnig athöfnum, og fela jafnframt í sér
hótun. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík er að finna
nafnorðið „laspur“ sem hann útskýrir í löngu latínumáli sem „signi-
ficatio vulgaris est increpatio cui interdum verbera adjuncta sunt,
crebra quidem sed leviora,“38 þ.e. alþýðlegt orð sem merkir vítur
sem hýðingu er stundum bætt við, margfaldri en vægri.39 Þetta kall-
ast á við þýðingu hans á sögninni „skamma“, sem áður er vitnað til,
og merkingu hennar þegar höfð er um konur.
„Nú er hann ekki að laspúvera mig til eður neitt af kvenfólki,“
sem Agnes segir að Natani drepnum, verða eftirmæli hennar um
kynferðisbrotamanninn, varðveitt í dómabókinni til frambúðar.
Með þeim gerir hún uppskátt um það sem ekki mátti segja, kyn-
ferðislega misnotkun, og það ekki bara gagnvart sér heldur einnig
barnungri bústýrunni Sigríði, sem og öðrum konum, og gefur um
leið upp ástæðuna fyrir morðinu. Þessar málsbætur sér sýslumaður-
inn ekki en hefur þær þess í stað gegn henni. Hann spyr heldur ekki
út í þau orð hennar mánuðum fyrir morðið, einnig höfð eftir Sigríði,
að það væri mátulegt að brenna Natan eða gefa honum inn, en legg-
ur málið í dóm.
Meðvirkni karlasamfélagsins
Í greininni „Rape — Does it have a Historical Meaning,“ ræðir
breski sagnfræðingurinn Roy Porter um meðvirkni karlasamfélags-
ins hvað varðar kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum. Um það
megi ekki tala og það komi því sjaldnast upp á yfirborðið, þaggað
jafnt í heimildum sem fræðiritum. Því sem nú kallast „nauðgun“
hafi ýmist verið eytt sem tælingu eða þá „húsbóndarétti“ ef vinnu-
konur áttu í hlut. Hann segir:
eftir hans skipun
35 Jón Árnason, Nucleus latinitatis, bls. 225, í þýðingu á compello.
36 Sama heimild, bls. 252, í þýðingu á reprehendo.
37 Sama heimild, bls. 176, í þýðingu á moneo og nafnorðinu monitor, „tukt -
meistari“.
38 Vef. Orðaskrá úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík samin 1734–
1779. Ég þakka þeim Guðrúnu Kvaran og Gunnlaugi Ingólfssyni hjá Orðabók
Háskólans fyrir vel veitta aðstoð við þessa orðaleit.
39 Ég þakka Sigurði Péturssyni fyrir þessa þýðingu úr latínu.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 107