Saga - 2014, Page 110
108
A great deal of what we would call rape would have been passed off
as droit de seigneur or a „seduction“ (e.g., the bedding of servant girls
by their masters, under conditions in which the maid‘s „no“ carried no
weight); these never resulted in court cases.40
Að leggja vinnukonu í sæng með sér. Það var einmitt það sem hús-
bóndinn Natan gerði við rúmlega fjórtán ára stúlku, sem var send
honum til halds og trausts vorið 1826,41 og væri nú ekki aðeins
kallað nauðgun heldur einnig barnaníð.42 „Eftir hans skipun,“ segir
Sigríður í réttarhöldunum tæpum tveimur árum síðar,43 og sýslu -
maðurinn spyr ekki nánar út í það. Það gerir Eggert ekki heldur, en
vitnar í orð hennar sem heimild fyrir því að á Illugastöðum „sæng -
aði Natan Ketilsson reglulega með Sigríði bústýru“.44 Þá telur hann
að „það hafi verið vel þekkt á Vatnsnesi að þau Natan svæfu sam-
an“, rétt eins og um sameiginlegan áhuga hafi þar verið að ræða.
Um það vitnar hann í yfirheyrslu yfir nágrannabónda sem að spurð -
ur kveðst ekkert óráðvant um þær Agnesi og Sigríði vita „utan það
helga kress
40 Roy Porter, „Rape — Does it have a Historical Meaning?“ Rape. Ritstj. Sylvana
Tomaselli og Roy Porter (Oxford: Basil Blackwell 1986), bls. 216–236 og
270–279. Tilvitnunin er á bls. 221.
41 „af forældrerne overladt“, segir sýslumaðurinn í áðurnefndu fylgiskjali með
bréfi til fangelsisstjórnarinnar í Kaupmannahöfn, sbr. nmgr. 5 hér að framan.
Sigríður var reyndar föðurlaus en ólst upp til fermingaraldurs hjá móður og
stjúpa. Því má segja að hana hafi skort föðurlega vernd, eins og einnig Agnesi,
sem var barn einstæðrar móður, alin upp sem niðurseta.
42 Samkvæmt Norsku lögum, sem dæmt var eftir í morðmálinu, miðaðist hjóna -
bandsaldur kvenna við sextán ár, karlmanns við tuttugu. Sbr. 5. grein, XVIII.
kafla „Um hjónabönd“ þar sem segir: „Sú trúlofun skal ekki haldast, sem
skeður í drykkjuskap, eður á nokkurs ómyndugum aldri, sem álítast skal á
kallmanni áður en hann er full tvítugur, og á kvenmanni áður hún er fullra
sextán ára. Ei heldur ef einn er ekki heilvita.“ Kongs Christians þess fimta Norsku
lög á íslensku útlögð (Þrykt í Hrappsey af Guðmundi Ólafssyni 1779), d. 385.
Stafsetning er að mestu færð til nútímahorfs.
43 Sigríður kemur þessu að, óspurð, í sambandi við staðsetningu Natans sem að
kvöldi morðnæturinnar er háttaður „í sínu rúmi hvar ég átti eftir hans skipun
sem oftar að undanförnu hjá honum að sofa“. ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7,
2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 158. Það er nokkuð írónískt að í þessu
sama rúmi, þar sem Sigríður átti eftir hans skipun hjá honum að sofa, er hann
myrtur. — Í réttarhöldunum er Sigríður gerð einu ári eldri en hún var, sögð
sautján ára en var sextán. Sbr. sama heimild.
44 Eggert Þór Bernharðson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 49.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 108