Saga - 2014, Qupperneq 111
109
að sagt hafi verið að Sigríður hafi að undanförnu samsængað
Natan …“.45 Nágranninn, eins og sveitin öll, hefur vitað hvað var
að gerast en annaðhvort talið það „húsbóndarétt“ eða valið að
skipta sér ekki af.46
Um meðferð Natans á Sigríði hefur sýslumaðurinn líka vitað
þótt hann geri ekki uppskátt um það, eða viðurkenni fyrir sjálfum
sér, fyrr en eftirá. Í samantekt á lífshlaupi Sigríðar (vita), skrifaðri á
dönsku, sem hann samkvæmt beiðni sendir með henni til fangelsis-
stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, lýsir hann henni af mikilli samúð.
Skömmu eftir fermingu hafi hún af foreldrunum verið falin (over-
ladt) hinum siðlausasta (for immoralisert) og illræmdasta (i høj
Grad berygtet) bónda, Natani Ketilssyni, og hafi þráin (Begjærlig -
hed) eftir að losna undan grimmilegri meðferð húsbónda síns (sin
Husbondes tyranniske Behandling) og hatrið á honum, ásamt ást-
inni á morðingjanum Friðriki, sem hafði heitið henni eiginorði, að
viðbættum endurteknum brýningum og hvatningum vinnukon-
unnar Agnesar, að líkindum leitt þennan einfalda ungling til að
fremja ódæðið.47
Af þessu má sjá að Natan var ekki einungis „týrannískur“ hús-
bóndi á heimili, þar sem hann bjó einn með tveimur varnarlausum
vinnukonum, heldur einnig alræmdur misindismaður. Að því ýjar
sýslumaðurinn sem mögulegum málsbótum í dómnum yfir Friðriki
sem „máske hafi ímyndað sér minni synd væri að myrða“ hann en
eftir hans skipun
45 Sama heimild; ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–
1830, bls. 171.
46 Kallast þetta ágætlega á við lýsingu Eggerts á nánast „löglausu“ umhverfi
atburðanna, en hann segir: „Reyndar er það athyglisvert hversu margt af því
fólki sem kom við sögu Natansmála … hafði tengst margvíslegum afbrotum,
ráðgerðum og raunverulegum, þannig að engu var líkara en þessir atburðir
gerðust í nánast ‘löglausu’ umhverfi.“ Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik,
Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 33.
47 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. C/4, 1. Bréfabók 1829–1831. Ódagsett umsögn um
Sigríði til fangelsisstjórnarinnar í Kaupmannahöfn, í fylgiskjali nr. 2878 með
bréfi dagsettu 30. júlí 1830, nr. 2880. Eggert nýtir ekki þessa samantekt sýslu -
mannsins á ævi Sigríðar í grein sinni að öðru leyti en því sem þar segir um útlit
hennar. Um heimild vísar hann í bók Guðlaugs Guðmundssonar, Enginn má
undan líta, bls. 158, og íslenska þýðingu hans. Heimildin í bók Guðlaugs er hins
vegar röng, sögð vera bréf til Gríms Jónssonar amtmanns. Eggert Þór
Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 32, nmgr. 89.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 109