Saga - 2014, Side 112
110
aðra,48 en nefnir hvergi tilsvarandi málsbætur fyrir þær Agnesi og
Sigríði sem ólíkt Friðriki fundu þó fyrir „harðstjórninni“ á eigin
skinni. Þá gefur sýslumaðurinn sér að Sigríður hafi elskað Friðrik,
sem hafi heitið henni eiginorði, og af þeim sökum viljað losna frá
Natani. Hvorugt á sér stoð í málflutningi sakborninga. Aðspurður
vill Friðrik ekki „viðkannast að hann nokkurntíma hafi fullkomlega
beðið Sigríðar“,49 enda ómyndugur, og Agnes kvaðst „ei tilvita að
neitt tilhugalíf hafi verið á milli þeirra“.50
Það eina sem sýslumaðurinn hefur fyrir sér er frásögn Sigríðar
af samtali þeirra Friðriks í einni af heimsóknum hans á Illugastaði.
Hún segir:
Einhvern tímann á þorranum í vetur kom Friðrik Sigurðsson í Katadal
að Illugastöðum og var Agnes Magnúsdóttir þá ekki heima, nefndi
hann þá við mig hvort ég ekki mundi vilja giftast sér. Svaraði ég þar til
að fyrst vissi ég ei hvort það stæði mér til boða og síðan væri mér ann-
ar eins kær, nefnil[ega] Nathan húsbóndi minn, sem og svo hafði lofað
mér því. Sagði þá Friðrik að Nathan mundi ei efna þetta loforð, hvað
ég og svo var hrædd um, þar fyrir utan treysti ég mér ei að vera lengur
og þola þær skammir sem ég oft og tíðum varð að þola, og sá að ég
mundi ekki með góðu móti geta burtu frá honum komist …51
Hér koma „skammirnar“ fyrir strax í fyrstu yfirheyrslunni, en ekki
beint heldur í endursögn Sigríðar á eigin orðum, þeim sem hún sagði
við Friðrik. Þannig segir hún frá þessu í samskonar framhjáhlaupi og
er hún sagði frá skipun Natans um hvar hún ætti að sofa, enda er eftir
hvorugu tekið. Af þessu samtali dregur Eggert þá einu ályktun,
svipaða sýslumanninum, að þannig sé það „rétt að Friðrik Sigurðsson
lagði hug á Sigríði“.52 Það sem vakir fyrir Sigríði er að komast burt,
undan „skömmum“ Natans, og í Friðriki sér hún undan komuleið.
Hann er hins vegar ekki að hugsa um Sigríði, eða „aumkva hana, það
illt sem hún liði hjá Nathan“, eins og hann segir við Agnesi síðar,53
helga kress
48 Dómarnir eru prentaðir í bók Guðlaugs Guðmundssonar, Enginn má undan líta,
bls. 96–106. Tilvitnunin er á bls. 97. Einnig er „illt uppeldi“ talið Friðriki til
málsbóta, „einkum af móður sinni“, og henni kennt um. Sama heimild, bls. 96.
Hvergi er í dómnum minnst á uppeldi þeirra Agnesar og Sigríðar.
49 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 250.
50 Sama heimild, bls. 163.
51 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 156.
52 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 48.
53 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 163.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 110