Saga - 2014, Page 113
111
heldur um peninga. Hann grípur því tækifærið þegar Sigríður ber
við efnaleysi þeirra og leggur til „að best væri að drepa Nathan og
ná því sem hann ætti“.54 Með því að bera Friðrik saman við Natan,
sem Sigríður leggur írónískt áherslu á að sé „húsbóndi“ sinn, henni
eins (lítið) kær, og hafi „lofað“ því sama, leggur hún þá að jöfnu.
Hvorugum þessara karla er treystandi.
Það kemur hvað eftir annað fram í yfirheyrslunum að tilgangur
þeirra Friðriks annars vegar og kvennanna hins vegar var gjörólíkur.
Þannig „fortekur“ Sigríður að hún hafi vitað til nokkurra peninga
eftir Natan,55 og Agnes segir að tilgangur sinn hafi „einasta“ verið
„hatur til Natans, en engin ábatavon“.56 Samstöðu þeirra Agnesar
og Sigríðar má einnig sjá í því að Sigríður segir Agnesi strax frá
þeirri ráðagerð Friðriks að drepa Natan, þótt hann hafi beðið hana
að gera það ekki, og þær koma sér saman um að láta Natan ekki
vita.57 Í dómabókinni er meir vitnað til þeirra saman en hvorrar fyrir
sig: „þær Sigríður og Agnes“, „þær Agnes og Sigríður“ eða bara
„þær“, og „við Agnes“ þegar bókað er eftir Sigríði. Saman leggja
þær til morðvopnið, hamarinn sem Sigríður sækir að ráði Agnesar
og fær Friðriki í hönd.58 Hann virkar þó ekki sem skyldi, sennilega
kjöthamar úr eldhúsinu, svo að Friðrik lýkur verkinu með vasahníf
sínum,59 ekki undirbúnari en svo.
Og fólk veit
Athyglisvert er að Natan skuli hafa lofað Sigríði að kvænast henni.
Það kann hann að hafa gert til að forðast ámæli og hafa hana góða,
en samkvæmt Norsku lögum sem dæmt var eftir í morðmálinu gat
nauðgari fríað sig frá annars harðri refsingu ef hann kvæntist þol-
andanum.60 Um þetta segir í kaflanum „Um saurlifnað“, 16. grein:
Ef nokkur nauðgar einni ærlegri mey eður ekkju, og það verður be -
vísað, þá missi hann lífið, eður sé friðlaus, ef hann næst ekki. En verði
eftir hans skipun
54 Sama heimild, bls. 156.
55 Sama heimild, bls. 196.
56 Sama heimild, bls. 197.
57 Sama heimild, bls. 158.
58 Sama heimild, bls. 219.
59 Sama heimild, bls. 191.
60 Þá má ef til vill tengja upphefð vinnukonunnar Sigríðar í stöðu „bústýru“ við
upphaf misnotkunar á henni, rétt mannbærri.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 111